Hjalti Enok Pálsson skrifar:

Hver er það sem gætir barna þinna í frístundum?

10.Desember'14 | 19:33

Hjalti Enok Pálsson

Frístundir barna hafa aukist mikið á síðustu árum.

 • Meðal manneskja sem lifir í 70 ár eyðir
  27 árum í frítíma
  24 árum í svefn
  7,33 árum í vinnu
  4,33 í formlega menntun
  2,33 í að borða
  (Rannsókn Weiskopf frá 1982)

Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að frítíminn er mikill og að því sögðu er tómstundamenntun eitthvað sem öll skólastig ættu að spá mun meira í.

Tómstundamenntun er ætluð að kenna fólki að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þar með auka lífsgæði. Ungt fólk á aldrinum 14-25 ára er með mestan frítíma í samanburði við flesta aðra aldurshópa. Sumr líta á frístundaver og félagsmiðtöðvar sem einskonar geymslu fyrir börnin.

 

Grundvöllur starfs fagfólks í frítímaþjónustu er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fulls. Fagfólk í frítímaþjónustu stuðlar að því að einstaklingar fái notið jafnra tækifæra til innihaldsríks frítíma og leggur áherslu á heilbrigða lífshætti og forvarnir.

Það þarf kannski ekkert að fara í saumana á því hvað formlegt og óformlegt nám er, en til þess að stikla á stóru þá fer hið óformlega nám oftast fram utan skóla þar sem börn og unglingar öðlast færni, þekkingu og almennan þroska sem nýtist í lífinu almennt - óformlegt nám finnst t.d. í félagsmiðstöðvum, tónlistarnámi og íþróttum. Það er ekki á allra færi að hafa börn sín í íþróttum og tónlistarnámi og um það þarf ekkert að ræða neitt frekar.

Sem unglingur stundaði ég félagsmiðstöðina mína af miklum krafti, ég elskaði að vera þar, ég elskaði starfsfólkið....en hvað var það sem félagsmiðstöðin gerði sem var svona gott?
Í félagsmiðstöðvum lærir maður svo margt, í mínu tilfelli lærði ég hvernig ég ætti að takast á við lífið (stór orð! en sönn) , það jók félagshæfni mína og úr þessu ferli fékk ég jákvæðari sjálfsmynd. Ég viðurkenni það fúslega sem unglingur var ég ekkert að pæla í þessu, það er ekki fyrr en maður verður eldri og virkilega hugsar um hvað það var sem mótaði mann sem einstakling.

Hver einasta manneskja á rétt á því að finna sér eitthvað við sitt hæfi, finna hæfileika sína, rækta þá og leyfa þeim að blómstra. Félagsmiðstöðin er kjörinn vettvangur til þess.

Er heimabær minn ekki alveg örugglega að átta sig á mikilvægi félagsmiðstöðva?

 

Hjalti Enok Pálsson
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.