Tvítugur Eyjamaður ákærður fyrir peningafals

9.Desember'14 | 22:49
Seðlar_visir

Mynd: Vísir.is

Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann í Vestmannaeyjum fyrir þjófnað og peningafals. Honum er gert að sök að hafa brotist inn í veitingastaðinn Lundann í apríl í fyrra, stolið þaðan listaverki með fölsuðum peningaseðlum og komið hluta þeirra í umferð.

Um er að ræða nítján fimm þúsund króna seðla og tvo fimm hundruð krónu seðla, sem allir eru ljósritaðir. Ákærði á að hafa afhent tveimur vinum á sama aldri hluta seðlanna og notað hluta þeirra sem gjaldmiðil í nokkrum verslunum í Vestmannaeyjabæ, vitandi það að þeir væru falsaðir.

Sakamál verður höfðað gegn manninum fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar, en samkvæmt almennum hegningarlögum skal hver sá sem lætur út peninga sem hann veit að eru falsaðir hljóta sömu refsingu og ef hann hefði sjálfur falsað þá. Brotið getur numið allt að tólf ára fangelsisdómi.

 

Vísir.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.