Þörf fyrir hagræðingu í rekstri bæjarins

8.Desember'14 | 07:25

Ráðhúsið

Á síðasta fundi bæjarráðs var til umræðu fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2015. Í bókun sem samþykkt var í ráðinu kemur fram að tekjur ársins 2014 séu nokkuð undir áætlun og við því þurfi að bregðast með hagræðingu.

Í bókun ráðsins segir:

Fyrir liggur að tekjur ársins 2014 hafa verið nokkuð undir áætlun.  Þannig voru meðalútsvarstekjur á fyrstu 10 mánuðunum um 147.951.051 og samtals merkir það 1.479.510.513 kr.  Áætlun ársins gerði ráð fyrir að heildartekjur yrðu 1.928.000.000 kr. eða 160.666.667 að meðaltali á mánuði.  Hver mánuður hefur því verið næstum 13 milljónum lægri að meðaltali en áætlun gerði ráð fyrir.  Til þess að áætlun standist þurfa seinustu tveir mánuðirnir að skila um 449 milljónum í tekjur.  Seinustu tveir mánuðir í fyrra skiluðu 355 milljónum.  Ef tekjur seinustu tvo mánuði verða sambærilegar við það sem var í fyrra kemur því til með að vanta um 94 milljónir upp á áætlun. 

Þá liggur einnig fyrir að í janúar kemur niðurstaða í málsókn Vestmannaeyjabæjar gegn BH/Síldarvinnslunni.  Minnt er á að beinar tekjur Vestmannaeyjabæjar af því góða fyrirtæki voru um 130 milljónir á seinasta ári.  Undir gætu verið störf 50 til 70 manns þegar allt er talið (bein og óbein störf).  Óvissa hér að lútandi kallar á mikla varúð í áætlunargerð.

Í ljósi þessarar stöðu samþykkir bæjarráð að fela framkvæmdastjórum að ná fram heildar hagræðingu um 1,5% af heildarrekstri samstæðu (62 milljónir) og skal fyrst og fremst horft til hagræðingar í stjórnsýslu.

Tillögur þar að lútandi skulu liggja fyrir eigi síðar en um miðjan janúar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.