Páley hættir sem bæjarfulltrúi

6.Desember'14 | 09:10

Páley Borgþórsdóttir óskaði eftir á bæjarstjórnarfundi á fimmtudagskvöldið að Bæjarstjórn veiti henni lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Vestmannaeyja frá og með 1. janúar 2015.

Ástæða þessarar beiðni Páleyjar er eflaust flestum kunn en hún tekur við embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á nýju ári og sé sér ekki fært að sinna störfum sínum fyrir Vestmannaeyjabæ samhliða því starfi.

Páley hefur starfað sem bæjarfulltrúi síðan 2006. Hún segir í bréfi sem hún sendi Bæjarstjórn: ,,afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa fyrir Eyjamenn og hef reynt að vanda mig í þeim störfum. Það er mitt mat að vel hafi tekist til og ég er stolt af mörgu sem Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur komið í verk þessi ár. Bæjarstjórn er vel skipuð og starfsmenn bæjarins eru einvalalið, þeim treysti ég til áframhaldandi góðra starfa. Á nýju ári bætist afar vandaður bæjarfulltrúi í hópinn, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem við lausn mína tekur sæti í Bæjarstjórn Vestmannaeyja, henni óska ég innilega til hamingju."

Ég óska Bæjarstjórn velfarnaðar í þeirra störfum og þakka sérstaklega ánægjulegt samstarf allra þeirra sem ég hef starfað með á vettvangi Bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúastarfið hefur gefið mér mikið, bæði persónulega, enda hef ég eignast góða vini í gegnum störf mín, og einnig hef ég öðlast reynslu sem ég mun alltaf búa að, segir Páley að endingu í bréfinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.