Kílóin burt - vika 6

3.Desember'14 | 14:04

Eftir rólega viku í síðustu viku þá bættu allir í, í þessari viku nema að Aníta sem ákvað að taka þessa viku rólega. Það eru tvær vikur eftir af þessum kafla námskeiðsins og hópurinn hélt að það yrði slakað á frá og með 14. desember en þjálfararnir hafa séð til þess að svo verður ekki því búið er að teikna upp æfingar um jólin  og alveg fram á nýtt ár.

Þannig að jóla og áramótasteikin ætti að renna ljúflega af hverjum og einum. Tvær æfingavikur eru langur tími og nægur tími til að taka töluna á vigtinni niður um nokkur þrep. Að sjálfsögðu er það stefnan og það verður gaman að sjá hvort það gengur eftir. Hvet ykkur þarna úti til að klappa hetjunum á bakið og hvetja þær áfram, já og jafnvel ganga til liðs við þau ef ykkur finnst þið þurfa á því að halda.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.