Einsi Kaldi:

Ánægður með Eyjamenn

3.Desember'14 | 06:28

Einsi Kaldi hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann er að kokka ofaní fólk frá morgni til miðnættis nánast alla daga ársins og nú eru jólahlaðborðin að fara af stað. Einsi gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjar.net.

 

Hvernig kom sumarið úr hjá þér? Sumarið kom bara vel út hjá okkur, það sem skipti kannski mestu máli fyrir okkur er að samgöngurnar voru stöðugar og lítið um afbókanir. Það sem ég er ánægðastur með er hvað Eyjamenn eru duglegir að versla við mig bæði með veislur og svo eins er mikið um að Eyjamenn dragi gesti sína á veitingastaðinn.

 

Lengdist ferðamanna-tímabilið? Já það lengdist í báðar áttir og það er einnmitt það sem skiptir hvað mestu máli fyrir okkur.

 

Hvernig komu villibráðahlaðborin út hjá þér? Ekki nógu sáttur miðað við hvað við vorum búin að leggja mikla vinnu í það. Þetta er lítill markaður, en samt sem áður er ég óhræddur við að koma með nýjungar. Við erum duglegir  að skipta um matseðla og hefur það virkað vel.

 

Nú eru framundan jólahlaðborðin, eru þau ekki alltaf vinsæl meðal heimamanna? Jú alveg ótrúlega. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og fjölbreytileikinn og gæðin í jólamatnum okkar er til fyrirmyndar og verðið sanngjarnt, ég held að fólk kunni að meta það.

 

Við bjóðum upp á jólahlaðborð í Höllinni 13.desember og 20.desember og er vel bókað á þau. Jóla-kvöldin á veitingastaðnum eru svo alla fimmtudaga-föstudaga-laugardaga fram að jólum ásamt því ættlum við að vera með Danska jóla-smörrebrodid vinsæla í hádeginu á föstudag-laugardag-sunnudag frá kl 12:00 til kl 16:00 og ekki má gleyma Þorláksmessu hjá okkur, en þá bjóðum við upp á skötu og saltfisk ásamt Danska jóla-smörre í hádeginu og svo verður kósý stemmning um kvöldið, það hefur slegið í gegn síðan að ég opnaði staðinn. Þá er tilvalið að koma við í miðjum jólainnkaupum og fá sér eitthvað létt í gogginn. Við verðum með létt tónlistaratriði sem ætti ekki að skemma fyrir.

Síðan ætlum við að vera með opið á milli jóla og nýárs og bjóða upp á létta rétti.

Ég vil bara þakka fyrir viðskiptin á árinu, elsku vinir og hafið það gott yfir hátíðina, sagði Einsi Kaldi að lokum, hress að vanda.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).