Heldur jólin heima í Eyjum

Ef hægt er...

2.Desember'14 | 08:17
Bergþór_Bjarnason

Mynd: Úr einkasafni

Þegar Bergþór Bjarnason kemur til Vestmannaeyja fyrir jólin setur fjölskyldan í fluggírinn. Bergþór, sem hefur verið búsettur í Frakklandi síðan 1995, heldur jólin heima í Eyjum ef hægt er og er allt í öllu í jólaundirbúningnum; hjálpar til við þrifin, kaupir jólagjafir, setur upp jólaskraut og aðstoðar í eldhúsinu á aðfangadag.

Honum finnst best að hafa jólin íslensk og hefur lítið blandað frönskum hefðum inn í jólahald fjölskyldunnar, utan þess að rauðvínið sem boðið er upp á er iðulega franskt. „Frá því ég flutti til Frakklands hef ég einungis fjórum sinnum eytt jólunum þar. Árin 1998 og 2006 komst ég ekki heim vegna vinnu og árið 2011 og 2012 vorum við sambýlismaður minn, Olivier Francheteau, nýbúnir að koma okkur fyrir í Nice og hann vildi ekki eyða jólunum einn þar af því að við þekktum fáa í byrjun. Ég eyddi þó gamlárskvöldi bæði 2006 og 2011 í Vestmannaeyjum.“

Bergþór segir fjölskylduna heima á Íslandi vana því að hann komi heim yfir jólin og bíði raunar eftir honum svo allt geti farið á fullt í jólaundirbúningnum. „Áður fyrr hafði ég meiri tíma til að sinna ýmsum jólaverkum. Ég hjálpaði alltaf mikið við þrifin, hef séð um að kaupa jólagjafir fyrir krakkana í fjölskyldunni og stundum hina stærri líka. Undanfarin ár hef ég haft minni tíma en áður en reyni mitt besta við að koma í það minnsta upp jólaskrauti og seríum. Nú er það pabbi sem bakar með mömmu í staðinn fyrir mig.“

 

Viðtalið birtist á Vísi og það má lesa það allt með því að smella hér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.