Stöðugildum fækkað hjá Sparisjóðnum

1.Desember'14 | 11:07

Eyjar.net greindu frá því í síðasta mánuði að rekstur Sparisjóðsins væri þungur og grípa þyrfti til aðgerða til að rétta af rekstur sjóðsins. Í samtali við Eyjar.net staðfesti stjórnarformaður sjóðsins að gripið hafi verið til uppsagna.

Þorbjörg Inga Jónsdótttir, formaður sagði það rétt að gripið hefur verið til uppsagna hjá Sparisjóðnum í því skyni að lækka rekstrarkostnað og bæta afkomu sparisjóðsins. Það var einum starfsmanni sagt upp í Vestmannaeyjum. Á Hornafirði var starfshlutfall tveggja starfsmanna lækkað niður í 50% og á Selfossi var starfshlutfall hjá einum starfsmanni lækkað í 50%. Samtals var því fækkað um 2,5 stöðugildi hjá sparisjóðnum.

 

Nýr sparisjóðsstjóri

Þá leituðum við svara við því hvernig málin stæðu í ráðningarferli nýs sparisjóðsstjóra. Þorbjörg staðfesti að alls hafi borist 8 umsóknir um stöðu sparisjóðsstjóra og hún gerir ráð fyrir að tilkynnt verði um ráðningu nýs manns í næstu viku.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.