Stöðugildum fækkað hjá Sparisjóðnum

1.Desember'14 | 11:07

Eyjar.net greindu frá því í síðasta mánuði að rekstur Sparisjóðsins væri þungur og grípa þyrfti til aðgerða til að rétta af rekstur sjóðsins. Í samtali við Eyjar.net staðfesti stjórnarformaður sjóðsins að gripið hafi verið til uppsagna.

Þorbjörg Inga Jónsdótttir, formaður sagði það rétt að gripið hefur verið til uppsagna hjá Sparisjóðnum í því skyni að lækka rekstrarkostnað og bæta afkomu sparisjóðsins. Það var einum starfsmanni sagt upp í Vestmannaeyjum. Á Hornafirði var starfshlutfall tveggja starfsmanna lækkað niður í 50% og á Selfossi var starfshlutfall hjá einum starfsmanni lækkað í 50%. Samtals var því fækkað um 2,5 stöðugildi hjá sparisjóðnum.

 

Nýr sparisjóðsstjóri

Þá leituðum við svara við því hvernig málin stæðu í ráðningarferli nýs sparisjóðsstjóra. Þorbjörg staðfesti að alls hafi borist 8 umsóknir um stöðu sparisjóðsstjóra og hún gerir ráð fyrir að tilkynnt verði um ráðningu nýs manns í næstu viku.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is