Fréttatilkynning:

Sjöttu Jólaperlur í ár

1.Desember'14 | 05:22

Jólaperlur, tónleikar til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju, verða haldnir í sjötta sinn í ár.  Tónleikarnir, sem fyrst voru haldnir árið 2003 og siðan samfleytt frá árinu 2010, hafa vakið mikla lukku meðal gesta og fjöldi listamana stigið þar á stokk gegnum árin.

Nú í fyrsta sinn verða Jólaperlur einnig haldnar í Reykjavík, nánar tiltekið í Seljakirkju, þann 6. desember næstkomandi.  Farið verður í gegnum öll bestu lögin sem flutt hafa verið gegnum árin auk þess að nýjum og flottum lögum verður skotið inn á milli.  Jólaperlurnar verða svo á sínum vanarlega stað í Safanaðarheimili Landakirkju þann 17. desember næstkomandi.

Hópurinn sem kemur fram í ár verður að stæsrtum hluta sá sami á báðum tónleikunum en af hinum og þessum ástæðum er ekki öllum unnt að vera á báðum stöðum.  Íris Guðmundsdóttir, Birkir Högnason, Jórunn Lilja Jónasdóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir verða með í Seljakirkju en komast ekki til Eyja þetta árið.  Svanhildur Eiríksdóttir, sem leikur á flautu í Seljakirkju mun einnig syngja í Eyjum og stúlknatrío undir stjórn Kitty Kovács stígur þar á stokk.

Una Þorvaldsdóttir, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Sísí Ásþórs, Snædís Högnadóttir og Helga Sóley Aradóttir verða allar á báðum stöðum auk Ylfu Lindar Gylfadóttur sem heimsótt hefur Jólaperlur í Eyjum allt frá árinu 2010. Þá munu sömu frábæri tónlistarmenirnir sjá um tónlistina á báðum stöðum undir stjórn Bigga Nielsen.
 

 
Ísfélag Vestmanaeyja og Vinnslustöð Vestmannaeyja styðja við bakið Jólaperlum í ár eins og öll hin árin, auk Eimskip, Olís, Senia og CocaCola.
 
Miðasala á Jólaperlur í Seljakirkju er í fullum gangi á miði.is en miðasalan í Eyjum hefst upp úr mánaðarmótum.
 
Fylgist með á www.facebook.com/jolaperlur
 

Kveðja  Jólaperluhópurinn
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.