Dagbók lögreglunnar:

Mikið annríki vegna veðurofsans

1.Desember'14 | 17:16

Lögreglan.

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku og þá sérstaklega á sunnudaginn þegar óveður gekk yfir Eyjarnar.  Telst lögreglu til að á milli 40 og 50 tilkynningar hafi komið til lögreglu og Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna hinna ýmsu verkefna sem tengdust veðurofsanum.  Þurfti m.a. að grípa til lokanna á vesturhluta Strandvegar vegna þakplatna sem fuku þar um en þakplöturnar höfðu losnað af þaki fiskvinnslu Eyjabergs. 

Þann 28. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um þjófnað á Trek 220 reiðhjóli grænt ( lime ) á litinn.  Hjólinu mun hafa verið stolið þar sem það var fyrir utan Hásteinsveg 42.  Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar hjólið sé niðurkomið, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og var í öðru tilvikinu var um minniháttar óhapp að ræða. Í hinu tilvikinu hafði ökumaður misst stjórn á ökutæki sínu á Hamarsvegi og lent utan í vegriði þannig að bifreiðin varð óökufær. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis og var hann í framhaldi af því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.  Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og slapp án meiðsla, bifreiðin er hins vegar töluvert skemmd.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.