Fólk beðið að halda sig heima

30.Nóvember'14 | 21:58

Það er í nógu að snúast hjá Björgunarfélaginu

Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja bein­ir því til fólks í Eyj­um að vera ekki á ferðinni að nauðsynja­lausu. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu félagsins. Þak­plöt­ur eru á ferðinni um hafn­ar­svæðið og ná­grenni. Einnig vilj­um við biðja fólk um að vera ekki í ná­grenni við Flat­ir og þar fyr­ir norðan.

Búið er að setja upp lok­un­ar­pósta við Strand­veg, Hlíðar­veg og fleiri staði.

Mjög hvasst er nú á Suður - og Suðvesturlandi. Sterkustu hviðurnar eru á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, þar hafa þær náð 40 metrum á sekúndu og þar eru átjan björgunarsveitarmenn á vakt og við öllu búnir. Adolf Þórsson hjá Björgunarfélaginu í Vestmannaeyjum segir við Rúv þá hafa haft nóg að gera í dag.

„Þetta er bara þetta hefðbundna, girðingar, gluggar að brotna og járnplötur að fjúka,“ segir Adolf og bætir við að afar fáir, ef einhverjir, séu á ferli núna, Eyjamenn haldi sig inni þegar svona viðrar.

Þótt Adolf vilji ekki viðurkenna að Vestmannaeyjar séu vindasamur staður þá segir hann veðrið eins og það er núna, rétt fyrir klukkan 20, vera eins fúlast og mögulega getur orðið - rigning og djöfuldómur eins og hann orðar það.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.