Siglt til Þorlákshafnar næstu daga

28.Nóvember'14 | 16:31

Þorlákshöfn

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga eða þar til annað verður tilkynnt. Þetta segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Herjólfs. Ölduspáin hefur verið að ganga ansi vel eftir sl viku og nú gerir spáin ráð fyrir mjög hárri öldu og ófærð til Landeyjahafnar næstu daga.

 

Því til viðbótar er veruleg óvissa með siglingar seinni ferð sunnudags og svo mánudag:

 

cid:image002.jpg@01D00B11.CE9E1300

 

Af þeim sökum mun Herjólfur sigla aftur til Þorlákshafnar í dag og svo á morgun laugardag tvær ferðir en líklega ekki nema fyrri ferð á sunndaginn ef ölsuspáin gengur eftir.

Mánudagurinn er alveg óskrifað blað á þessari stundur en ef spáin gerir ráð fyrir 6,9m ölduhæð utan við Landeyjahöfn og þar sem uggar verða ekki komnir í notkun verður mögulega lítið siglt, jafnvel ekkert þann, dag. Nánar um það þegar nær líður.

 

Allir farþegar sem áttu bókaðar ferðir til Landeyjahafnar hafa verið fluttir í ferðir til Þorlákshafnar en þeir geta líka haft samband við afgreiðslu og gert breytingar á bókunum sínum.

 

Áætlun okkar næstu þrjá daga eins og hún  lítur út núna er því svona:

Föstudagur:

VEY-TOR 08:30 og 15:30

TOR-VEY 11:45 og 19:15

 

Laugardagur:

VEY-TOR 08:30 og 15:30

TOR-VEY 11:45 og 19:15

 

Sunnudagur:

VEY-TOR 08:30 og 15:30 (óvissa með seinni ferðina)

TOR-VEY 11:45 og 19:15 (óvissa með seinni ferðina)

 

Mánudagur:

VEY-TOR 08:30 og 15:30  (óvissa)

TOR-VEY 11:45 og 19:15  (óvissa)

 

Ef aðstæður í Landeyjahöfn verða með þeim hætti að Herjóflur getur siglt þangað verður það gert.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á www.herjolfur.is, https://www.facebook.com/ms.herjolfur og síðu 415 í textavarpi RUV.

Nánari upplýsingar í síma 481-2800.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.