Vinnslustöðin borgar einnig of lágt verð

25.Nóvember'14 | 06:35

Sighvatur Bjarnason VE

Vinnslustöðinni hefur verið gert skylt að greiða ákveðið verð fyrir síld upp úr sjó og til bræðslu samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Útgerðin greiddi of lágt verð fyrir afla og hlunnfór þannig sjómenn sína að mati formanns Sjómannasambandsins. Úrskurðurinn er í meginatriðum sá sami og úrskurður gegn Skinney-Þinganesi sem Fréttablaðið greindi frá í gær.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og rekur bæði útgerð og fiskvinnslu. Vinnslustöðin gerir út níu skip og er með um 250 fastráðna starfsmenn í vinnu.

Fyrirtækið kaupir afla fiskiskipa til fiskvinnslunnar á ákveðnu verði. Þannig kaupir fyrirtækið af sjálfu sér aflann sem kemur að landi. Þetta verð ákvarðar síðan laun sjómanna þar sem laun þeirra eru einvörðungu ákvörðuð af verðmæti þess afla sem kemur að landi. Í gögnum verðlagsstofu skiptaverðs kemur fram að útgerðin greiddi 35 krónur vegna síldar til bræðslu og 41,8 krónur vegna síldar til vinnslu.

Það verð fannst Verðlagsstofu skiptaverðs of lágt og skaut málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að verðið væri sannarlega lægra en gengur og gerist. Úrskurðaði nefndin að verð á síld upp úr sjó ætti að vera 48,5 krónur og 39 krónur til bræðslu.

Þessi munur á verði veldur því að sjómenn fengu lægra kaup. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, segir þennan dóm í öllum meginatriðum eins og þann sem Fréttablaðið fjallaði um í gær, gegn Skinney-Þinganesi. "Þetta eru mjög líkir úrskurðir þar sem borgað er lægra verð fyrir aflann og þannig fá sjómennirnir minna í sinn hlut og lægri laun. Verðlagsstofa skiptaverðs er að þessu leytinu að sinna vinnu sinni vel og sýnir að það er þörf á henni í því skipulagi veiða sem er við lýði í dag."

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, er ekki sammála úrskurði nefndarinnar og telur rökstuðningi ábótavant. "Við erum að viða að okkur gögnum í þessu máli, lesa úrskurðinn og erum að kanna málið. Að okkar mati teljum við úrskurðinn ekki á rökum reistur. Okkur finnst vanta rökstuðning við hann."

 

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.