Erna Scheving sigurvegari

25.Nóvember'14 | 11:06

Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Rauðgerði fór fram í Barnaskóla Vestmannaeyja í gærkvöldi. Þessi árlega söngkeppni er forkeppni fyrir Samfés söngkeppnina sem haldin er ár hvert. Samfés söngkeppnin er stór í sniðum þar sem félagsmiðstöðvar um allt land taka þátt og er lokakeppnin sýnd beint í sjónvarpi. Erna Scheving Pálsdóttir verður fulltrúi Vestmannaeyja í ár.

Dómarar í gær voru Jarl Sigurgeirsson, Sindri Guðjónsson og Sunna Guðlaugsdóttir. Erna söng lagið Please Don´t Say You Love Me sem var gert vinsælt í flutningi Gabrielle Alpin. Þetta er annað árið í röð sem Erna Scheving sigrar í keppninni. Á síðasta ári söng hún dúett með Birtu Birgisdóttur  og fóru þær stöllur alla leið í lokakeppnina og stóðu sig með stakri prýði. Í ár var Erna hins vegar ein á ferð og heillaði bæði áhorfendur sem og dómara upp úr skónum með hjartnæmum flutningi á þessari ballöðu. 

Fyrir neðan má sjá brot af flutningi Ernu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is