Hreinn Skjöldur tekinn upp um borð í Herjólfi

22.Nóvember'14 | 10:48
Hreinn_Skjoldur_visir.is

Mynd: Vísir.is

„Skjöldur er á leið heim af Þjóðhátíð þegar hann kynnist djammmeistaranum goðsagnakennda, sem leikinn er af Ólafíu Hrönn. Hún telur hann á að stela Herjólfi, sigla til Ibiza og halda partíinu gangandi,“ segir Steindi, en tökum á sjónvarpsþættinum Hreinum Skildi er nýlokið.

„Skjöldur er svo áhrifagjarn svo það var auðvelt fyrir djammmeistarann að fá hann til að ræna Herjólfi. Þau fóru létt með það, bara einn skipstjóri, leikinn af Þresti Leó, og tveir sjoppustarfsmenn sem þurfti að ná stjórn á,“ segir Steindi. Í fyrstu er ferðin ekkert nema stuð og brjálað partí, en áður en þau vita af hefur olían klárast og síðustu Koskenkorva-droparnir búnir. „Atburðarásin snýst við og breytist í einhvers konar lost/survivor-stemningu og…“ segir Steindi.

Straumurinn ber djammarana svo til Sómalíu, en meiru getur Steindi ekki ljóstrað upp um afdrif þeirra í bili. Hann segist nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn í sjónvarpssögunni þar sem tekið er upp í Herjólfi í heila viku.

 

Nánar má lesa um málið á Vísi.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.