Samgöngur:

ERT ÞÚ Á BIÐLISTA?

22.Nóvember'14 | 13:11

Ágæti Eyjamaður hefur þú gert þér grein fyrir?

Verði úr smíði á þeirri ferju sem hönnunarhópur á vegum Vegagerðarinnar (Innanríkisráðuneytisins) vinnur að til siglinga milli lands og Eyja verður þú á biðlista í mörgum tilfellum stóran hluta ársins næstu 20-25 árin.

Það skip (nýsmíði) sem kynnt hefur verið uppfyllir ekki þá flutningsþörf sem reiknað er með í skýrslu Vegagerðarinnar, um þarfir fyrir flutninga á næstu árum. Skiptir þá engu hvort siglt yrði 8 ferðir á dag á álagstímum. (Tilv. Umferðarspá milli lands og Eyja eftir Friðleif Inga Brynjarsson dags.16.10. 2o12. Spá um farþegaflutninga með ferju milli lands og Eyja til ársins 2o32)

Því miður geta ekki allir haft langan fyrirvara á pöntun ferða, verða af ýmsum ástæðum að ferðast með stuttum fyrirvara, þá er svarið oft því miður þú ert á biðlista. Stórir hópar ferðamanna hætta við að koma til Eyja vegna endalausra biðlita og óöryggis.

 

Eyjamenn við látum ekki bjóða okkur þessa framtíðarsýn í samgöngumálum.

Nú stendur til boða stór og öflug ferja sem að flestra áliti mun henta vel til siglinga til Landeyjarhafnar og einnig með getu til siglinga til Þorlákshafnar ef á þarf að halda. Það má  ekki sleppa tækifærinu að reyna þennan möguleika.

Við höfnum því að verða á biðlista um ókomin ár

Ein aðal forsenda góðrar búsetu hér í Eyjum eru góðar samgöngur

Horfum til framtíðar.

  Kristján G. Eggertsson, áhugamaður um samgöngumál Vestmannaeyja

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).