Samanburður á St Ola og á grísku ferjunni

21.Nóvember'14 | 11:55
St_ola

St Ola

Í framhaldi af umfjöllun um að breyta þurfi höfnum til að hægt sé að taka á móti grísku ferjunni setjum við hér fram samanburð á stærð skipsins St.Ola sem leysti Herjólf af fyrir nokkrum árum og á grísku ferjunni.

St. Ola sigldi á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í október 2008. Eins og kemur fram er skipið nánast sama stærð og Gríska ferjan sem er 87 m á lendgd og 16 m á breidd.

Einu breytingarnar sem varð að gera fyrir útbúnað St Ola á aðstöðu var - að settar voru keðjur sem héldu uppi landgöngubrúnni í landi svo að landgangur skipsins lægi ekki á tjökkum búnaðarins. Útbúnaður St Ola var á svipuðum nótum og Grísku ferjunnar nema aðeins að framan undir lyftanlegu stefni. Bílar voru teknir inn að framan og landgöngubrú skipsins slakað niður á fastan búnað í báðum höfnum. Það er því erfitt að sjá fyrir sér mikinn kostnað til breytingar á þessu einu saman. Þetta eitt og sér á ekki að vera fyrirstaða fyrir því að gríska skipið sé fengið á reynslu.

 

M/F St Ola

Lengd

86,31 m

Breidd

16,31 m

Dúprista

4,19 m

   

Gríska ferjan.

Lengd

87,7 m

Breidd

16 m

Dúprista

3,5 m

 

Tengd frétt.

st_ola_litil

St Ola við bryggju í Eyjum.

IMG_9964

Gríska ferjan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.