Hönnun nýrrar ferju er í fullum gangi

21.Nóvember'14 | 09:12

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Suðurkjördæmis segir í viðtali við Eyjar.net að gera þurfi breytingar varðandi ekjubrýr og farþegalandgang ef notast á við grísku ferjuna sem verið hefur til umræðu. Hún segir þingmenn bíða eftir minnisblaði frá Vegagerðinni um hvort það geti gengið upp að notast við þá ferju.

 

Nú hefur verið sagt að það þurfi að breyta öllum þrem höfnunum ef gríska ferjan sem verið hefur til umræðu verði fengin til siglinga. Hvaða gögn liggja að baki þeim fullyrðingum, og hvað er áætlað að þurfi að gera í höfnunum?

Gögnin sem lögð voru inn til Vegagerðarinnar liggja að baki þessu mati stofnunarinnar en þetta kom m.a. fram á fundi þingmanna kjördæmisins með Vegagerðinni sl. mánudag. Gera þarf breytingar hvað varðar ekjubrýr og farþegalandgang í höfnunum þrem. Ég óskaði eftir því á fundinum að við fengjum minnisblað frá stofnuninni um hvort það geti gengið upp að notast við þessa ferju og geri ráð fyrir að við þingmenn fáum það í hendurnar í byrjun næstu viku. Ég geri ráð fyrir því að þar muni koma fram nánari tæknilegar upplýsingar um nauðsynlegar breytingar.

 

Í hvað er kostnaður við hönnun á nýju skipi kominn í dag?
Ég hef ekki þær tölur en innanríkisráðuneytið eða Vegagerðinni ættu að geta gefið þær upplýsingar.  Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var samþykkt 250 millj. kr. framlag til að finna viðunandi lausn á samgöngum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Hluti af því fjármagni hefur farið í hönnunina en verkefnið var boðið út.

 

Hefur þú kynnt þér umferðaspá Vegagerðarinnar um flutninga milli lands og Eyja næstu árin og áratugina?
Já en ég geri ráð fyrir því að með bættum samgöngum muni ferðalöngum milli lands og Eyja fjölga enn frekar enda afskaplega skemmtilegt að sækja Eyjarnar heim. Það var a.m.k. reynsla okkar af nýju höfninni þ.e. umferðin um höfnina er talsvert meiri en menn gerðu ráð fyrir.

 


Megin markmið okkar allra hvað varðar samgöngur milli lands og Eyja hlýtur að vera það að tryggja öryggi. Tryggja að frátafir verði í lágmarki þannig að samgöngur um þjóðveginn til Eyja verði öruggar árið um kring. Ég hef verið þátttakandi í þessu verkefni frá upphafi, fyrst sem sveitarstjóri Rangárþings eystra og síðar sem þingmaður kjördæmisins. Þegar tekin var ákvörðun um að ráðast í gerð Landeyjahafnar var jafnframt ákveðið að smíða þyrfti nýja ferju. Það er órjúfanlegur þáttur af framkvæmdinni og ánægjulegt að vita til þess að hönnunin er í fullum gangi, sagði Unnur Brá þingmaður sjálfstæðisflokksins í Suður-kjördæmi.

 

Áfram verður fjallað um málið hér á Eyjar.net á næstu dögum.

 

Við hvetjum fólk að senda okkur flottar myndir  og annað skemmtilegt sem tengjast Vestmannaeyjum á netfangið eyjar@eyjar.net.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.