10 sækja um framkvæmdastjórastöður

21.Nóvember'14 | 13:02

Samtals bárust 10 umsóknir um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar.

Stofnunin tók til starfa 1. október síðastliðinn við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyja (HSVe).  Nýr forstjóri HSU er Herdís Gunnarsdóttir. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa á svæðinu eru um 26.000 manns.

 

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar:

  • Anna María Snorradóttir, frkv.stj hjúkrunar HSU
  • Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri HSU
  • Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, deildarstjóri Dvalarheimilinu Ási
  • Eydís Ósk Sigurðardóttir, frkv.stj. hjúkrunar HSU
  • Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri/hjúkrunarfræðingur HSU
  • Ingibjörg Fjölnisdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala
  • Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri HSU
  • Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, forstöðumaður dagdvala, Árborg
  • Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri HSU

 

Umsækjandi um starf framkvæmdastjóra lækninga:

  • Sigurður Hjörtur Kristjánsson, frkv.stj. lækninga, HSU

 

Herdís Gunnarsdóttir

forstjóri

 

Fréttatilkynning.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.