Yfirlýsing frá knattspyrnuráði ÍBV

vegna félagsskipta Arnórs Eyvars Ólafssonar.

19.Nóvember'14 | 09:03
arnor_skrifar_undir_26_11_2012

Arnór í miðju, þegar skrifað var undir 2012

Í ljósi fréttar á íþróttamiðlinum www.fotbolti.net vill knattspyrnuráð ÍBV ítreka þakklæti sitt til Arnórs Eyvars Ólafssonar fyrir hans framlag til knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum.  Arnór Eyvar er drengur góður og á allt gott skilið frá ÍBV.

 Þrátt fyrir að Eyjamenn séu almennt vonsviknir með þá niðurstöðu að missa Arnór Eyvar úr sínum röðum þá eru ástæður vistaskipta hans allt aðrar en peningalegs eðlis.

Arnór Eyvar taldi sig ekki hafa tök á að leika lengur með ÍBV sökum vinnu sinnar og annarra ástæðna. 

Knattspyrnuráð ÍBV biður Arnór Eyvar innilegrar afsökunar á þeim ummælum sem voru birt voru í gærkvöldi í kjölfar samtals fréttamanns við varaformann ráðsins.  Þau ummæli eru engan veginn skoðun ráðsins og harmar ráðið að þau hafi verið sett fram.

Knattspyrnuráð ÍBV þakkar enn og aftur Arnóri Eyvar fyrir hans góða framlag til ÍBV og óskar honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.

 

f.h. knattspyrnuráðs ÍBV

Óskar Örn Ólafsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.