Hyggst efla embættið

19.Nóvember'14 | 21:35

„Mér líst mjög vel á þetta og ég er mjög ánægð með það að hafa orðið fyr­ir val­inu. Ég hlakka mikið til að tak­ast á við þetta verk­efni,“ seg­ir Páley Borgþórs­dótt­ir, ný­skipaður lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son dóms­málaráðherra skipaði Páleyju í embættið í gær, en hún hef­ur starfað sem héraðsdóms­lögmaður frá ár­inu 2007. Páley út­skrifaðist með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2002. Hún öðlaðist mál­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir héraðsdómi árið 2004. Þá hef­ur hún starfað sem lög­lærður full­trúi hjá sýslu­mann­in­um í Vest­manna­eyj­um og stað­geng­ill sýslu­manns.

Páley er fædd og upp­al­in í Vest­manna­eyj­um, en flutti þaðan á meðan hún stundaði nám. Hún hef­ur nú búið í Eyj­um síðan árið 2002, og þekk­ir sam­fé­lagið því mjög vel. „Ég þekki vel til sam­fé­lags­ins og embætt­is­ins hér í Vest­manna­eyj­um og það er frá­bært starfs­fólk sem vinn­ur þar með mikla þekk­ingu og reynslu­mikið lög­reglulið. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu fólki.“

Áhersla á heim­il­isof­beld­is- og fíkni­efna­mál

Páley seg­ir ekki tíma­bært að fjalla ít­ar­lega um kom­andi áherslu­breyt­ing­ar, enda sé hún ekki búin að taka við starf­inu form­lega og því ekki búin að ræða við kom­andi sam­starfs­fólk sitt. „En nýj­um mönn­um fylgja alltaf breyt­ing­ar, ég held það sé óhjá­kvæmi­legt. Framtíðar­sýn­in er að efla embættið og styrkja það; halda uppi öfl­ugri og góðri lög­gæslu og tryggja ör­yggi borg­ar­anna.“

Hún seg­ir þó að allt megi bæta og hjá embætt­inu séu viss­ir mála­flokk­ar sem þurfi meiri at­hygli en þeir hafa fengið. „Það eru til dæm­is heim­il­isof­beld­is­mál, fíkni­efna­mál og al­manna­varn­ir svo eitt­hvað sé nefnt. Ég tel að það þurfi að sinna for­vörn­um meira, skipu­leggja rann­sókn­ir á fíkni­efna­laga­brot­um og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Það er eitt­hvað sem er óhjá­kvæmi­legt að leggja vinnu í.“

Einnig seg­ir hún mik­il­vægt að gætt sé að hlut­verki lög­reglu í barna­vernd­ar­mál­um. „Í litlu sam­fé­lagi sjá­um við oft veik­leika mjög snemma hjá ung­um af­brota­mönn­um og gæt­um gripið þar fyrr inn í.“

 

Mbl.is greindi frá. Hér má sjá allt viðtalið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.