Rúnar Bogason skrifar:

Eyjamenn - tökum höndum saman

19.Nóvember'14 | 12:52

Komið sæl og blessuð! Það voru mikil vonbrigði að sjá eyjar.net í hádeginu í gær, ég held að aldrei hafi stjórnsýslan verið eins fljót að taka við sér, eins og í máli áhugahóps um bættar samgöngur eyjanna, maður gæti haldið að öll niðurrifsöfl hafi verið kölluð á vaktina til að koma málum þannig fyrir að málið færi í þann farveg að gríska ferjan skildi vera blásin af!

Þingmenn suðurlands, reyndar ekki allir (sumir höfðu greinilega einhverjum mikilvægari málum að sinna) komu til fundar við hópinn eftir hádegi á föstudag þar sem þeim var lauslega kynnt gríska ferjan. Ferja sem greinilega er vel til þess fallin að gera könnun hvort þess háttar skip mundi vera hentugt til að halda uppi sómasamlegum samgöngum milli lands og eyja. Ekki var annað að heyra á mættum þingmönnum að málefnið væri á því stigi að það væri ekki hægt að ganga fram hjá því að skoða það til hlítar. Var því hópurinn um bættar samgöngur sáttur við viðbrögð þingmannana og horfðu menn með bjartsýnis augum á framvindu mála og settu sig í stellingar til að veita málinu frekari framgöngu, þá með frekari kynningu hér heima og uppi á fastalandinu. En á þriðjudegi kemur frétt er segir að búið sé að blása grísku ferjuna út af borðinu.

 

Það er greinilegt að stjórarnir í kerfinu eru búnir að ákveða hvað gera skal, það skal ekki hlusta á áhyggjuraddir heimamanna sem hafa verið að biðja um áheyrn frá því að verkefnið Landeyjahöfn kom til tals. Þetta fólk, með mismunandi pólitískar skoðanir, sem reyndar eiga ekki að koma að sök þar sem þetta mál er það lang stærsta sem upp á borð hefur komið fyrir utan Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið. En Eyjamenn eru seigir og ég er sannfærður að í þessu máli, sem og hinum stóru málunum munum við ekki gefast upp, það er reyndar kannski hægt að líkja pólitíkusum og sjálftöku liðinu innan stofnana, (vega/siglingamál) við tyrki, það er þeir gera það sem þeir vilja og varðar ekki um afleiðingarnar sem lenda bara á einhverjum öðrum að finna út úr, sem sagt seinni tíma vandamál samanber (Landeyjahöfn).

 

Hinir réttkostnu og stofnanastjórar hafa komist allt of langt!

Viljum við hafa þetta svona?

Nei ég held ekki, og hvað þá?

Nú þá er bara svo komið að Eyjamenn verða að girða sig í brók. Taka saman höndum og stoppa þetta rugl af, það er, við verðum að safna saman eins mörgum nöfnum og kennitölum á eins stuttum tíma og auðugt er og koma þeim undirskriftarlista til yfivalda með kröfu um að það verði farið að vilja bæjarbúa. Að hinir réttkjörnu fari eftir því sem lýðurinn vill.

Guð blessi eyjarnar.

Með baráttu kveðju…..

Rúnar Bogason

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.