Dæmdur fyrir að áreita stelpu á Facebook

19.Nóvember'14 | 16:11

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir áreita unglingstúlku bæði á Facebook og með smáskilaboðum. Verjandi mannsins vildi láta vísa málinu frá og sagðist hafa upplýsingar um að réttargæslumaður stúlkunnar og saksóknari hefðu gist hvor hjá öðrum.

Málið kom upp fyrir tveimur árum þegar stelpan var 15 og 16 ára. Maðurinn  tengdist henni fjölskylduböndum og var meðal annars leiðbeinandi hennar í æfingaakstri.   Hann reyndi meðal annars að tæla stúlkuna til að fara úr að ofan gegn loforði um að hún fengi að keyra bílinn hans.  

Maðurinn sendi henni einnig klámfengin skilaboð á Facebook og spurði hana einu sinni hvort hún vildi byrja með honum. Maðurinn neitaði sök og sagði setningar eins og „Ég nudda þig þá bara í sturtunni“ vera málfar sem þekktist innan fjölskyldu stúlkunnar - þetta væri grín.

Héraðsdómur féllst ekki á þessar skýringar mannsins - í ummælunum hefðu falist kynferðislegt orðbragð sem hefði valdið henni ótta. Sú vörn að þetta hefði verið grín leysti manninn engan veginn undan sök. Hann var því dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í miskabætur.

Athygli vekur að Björgvin Þorsteinsson, verjandi mannsins, krafðist þess við upphaf munnlegs málflutnings að málinu yrði vísað frá dómi. Hann taldi Huldu Elsu Björgvinsdóttur, saksóknara í málinu, vanhæfa til að gefa út ákæru þar sem vinatengsl væru á milli hennar og réttargæslumanns stúlkunnar, Páleyjar Borgþórsdóttur.

Björgvin sagðist meðal annars hafa upplýsingar um að réttargæslumaðurinn og saksóknarinn gistu hjá hvor öðrum. Þá bæri tímaskýrsla réttargæslumanns þess merki að hann hefði haft óeðlilega mikil samskipti við saksóknara. Héraðsdómur hafnaði þessar kröfu verjandans.

 

Ruv.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).