Páley skipuð lögreglustjóri

18.Nóvember'14 | 21:11

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Allir umsækjendur uppfylltu almenn hæfisskilyrði og voru þeir allir boðaðir í viðtal. Niðurstaða valnefndar var sú að Páley Borgþórsdóttir uppfylli best kröfur til að gegna embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og að Karl Ingi Vilbergs­son sé hæfastur til að gegna embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum.

Páley Borgþórsdóttir útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2004. Páley hefur starfað sem löglærður fulltrúi  hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum og stað­gengill sýslumanns. Frá 2007 hefur Páley starfað sem héraðs­dómslögmaður.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.