Gríska ferjan blásin útaf borðinu

18.Nóvember'14 | 11:29

Í gær hittu þingmenn Suður-kjördæmis vegamálastjóra til umræðu um ferjusiglingar framtíðarinnar milli lands og Eyja. Ræddur var sá kostur að leigja grísku ferjuna sem mikið hefur verið til umræðu uppá síðkastið. Eyjar.net heyrði í Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni um málið.

Hann telur miðað við viðbrögðin að ekki verði farið út í að leigja ferjuna og aðrir kostir ekki skoðaðir frekar. Þá segir hann að mikill vilji sé til þess að ljúka hönnun og smíði nýrrar ferju sem nú liggur á teikniborðinu.

„Ég ræddi það strax sl. haust þegar ljóst var að Baldur var til sölu og sá kostur var bakkaður upp af bæjarstjórn Vestmannaeyja. Á lokasprettinum var hætt við kaupin og stefnan tekin á smíði nýs skips þrátt fyrir að ekkert fjármagan hafi verið sett í byggingu ferjunnar í fjárlagafrumvarpinu. Breytt staða og betri rekstur ríkissjóðs er að skapa grundvöll fyrir nýfjárfestingar á næsta ári og nýr Herjólfur er þar ofarlega á blaði.

Mikilvægast er í málinu að besti kosturinn fyrir Vestmanneyjinga verði fyrir valinu og sérfræðingar Vegagerðarinnar og Samgöngustofu hafa lagt mat á nýja ferju og telja hana að fullu muni þjóna þörfum Eyjamanna næstu áratugina og henni fylgi mikill sparnaður í olíu og sanddælingu í Landeyjarhöfn. Ég hef bent á raddir reyndra sjómanna og ekki síður skipstjórnarmanna á Herjólfi sem hafa uppi varnarðarorð og mikilvægt að við berum virðingu fyrir röddum reynslunnar.  Nú skiptir mestu máli að ný ferja standi undir þeim væntingum sem við gerum til samgangna við Eyjar og þá er sigur unnin fyrir Eyjamenn gangi það eftir sem sérfræðingar fullyrða. Það mikilvæga er að við höfum tekið umræðuna og sagt okkar skoðanir en öll höfum við stefnt í sömu átt að bæta samgöngur við Eyjar.“ sagði Ásmundur að lokum.


Vonbrigði!

Ljóst má vera að þetta eru töluverð vonbrigði fyrir alla þá sem hafa haft áhyggjur af því að flutningsgeta aukist ekki með nýsmíðinni og einnig vegna þess að núverandi skip er þegar sprungið á álagstímum. Einnig reyndist ekki vilji til að halda gamla Baldri hér á landi til að auka samgöngur hér á milli og það þýðir að ekki mun aukast sætaframboð á sjóleiðinni fyrr en fyrsta lagi árið 2017.

Einnig verður niðurstaðan að teljast vonbrigði fyrir þá sem hafa talað fyrir stærri ferju, sér í lagi þar sem til er spá Vegagerðar um stóraukinn farþegaflutning næstu áratuga milli lands og Eyja og með minni ferju mun reynast erfitt að hámarka arðsemi af þeirri eftirspurn.


Fjárlagafrumvarpið.

Í lok þessa mánaðar verður vinnu við fjárlagafrumvarpið lokið og það lagt fram fyrir þingið. Ekki var áætlað neitt fjármagn til smíði nýrrar ferju í upphaflegu frumvarpi en í ljósi nýjustu upplýsinga má telja sennilegt að á því verði breyting á milli umræðna.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is