Milljarða hagnaður Ísfélagsins

17.Nóvember'14 | 06:50

Ísfélag Vestmannaeyja.

Hagnaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum nam í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum.

Eignir félagsins nema 237,47 milljónum dollara eða 29,4 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er 49,8 prósent. Hagnaður félagsins árið á undan var hins vegar 3,5 milljarðar króna.

Ísfélagið var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Fyrirtækið gerir út sjö skip, en þeirra stærst er Sigurður VE-15. Fyrirtækið á töluverðar eignir í öðrum félögum. Þar á meðal eru 13,4 prósenta hlutur í Þórsmörk ehf. sem á útgáfufélag Árvakurs, og helmingshlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Pelagic ehf.

Stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja er Guðbjörg Matthíasdóttir. Hún heldur á hlut sínum í gegnum félagið Fram ehf. sem á ÍV fjárfestingafélag sem á 82 prósenta hlut í Ísfélaginu.

 

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.