Eigandi Slippsins opnar veitingastað í Reykjavík

17.Nóvember'14 | 22:10

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og einn eigenda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, stefnir að því ásamt fleirum að opna nýjan veitingastað í Reykjavík í næsta mánuði. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld.


„Við erum að vinna í því alveg á fullu að finna nafn á staðinn,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Þetta er rosalega spennandi.“

Nýi staðurinn verður til húsa á Grandagarði 2, í húsnæði Saga Museum. Hann mun koma í staðinn fyrir kaffihúsið Kol & Salt sem er þar nú. Gísli segir að áhersla verði lögð á íslenska matargerð og gefur í skyn að nafn staðarins muni tengjast Íslandssögunni á einn eða annan hátt.

„Þetta er ekkert tengt Slippnum, ég er að gera þetta með öðru fólki,“ segir hann. „En það er rosa mikill metnaður á bak við þetta og þetta verður rosa flott.“

 

Vísir greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.