Surtseyjarstofa opnar í dag

14.Nóvember'14 | 06:45

Í dag eru 51 ár síðan fyrst varð vart eldsumbrota suður af Vestmannaeyjum. Það var árið 1963. Þar myndaðist eyja sem nefnd var Surtsey. Síðustu vikur hefur staðið yfir flutningur á Surtseyjar-stofu upp í Eldheima og verður formleg opnun Surtseyjarstofu verður í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra opna sýninguna.

 

Nánari upplýsingar um Surtsey.

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og jafnframt sú næst stærsta, um 2.5 km2. Hún myndaðist við neðansjávargos sem hófst í nóvember 1963. Eyjan er friðlýst og til þess að fara þangað þarf að sækja um sérstakt leyfi til yfirvalda.

Surtsey var friðuð árið 1965 meðan gosvirkni var enn í gangi og var friðunin bundin við eldfjallið ofansjávar. Í tengslum við tilnefningu Surtseyjar árið 2006 var friðlandið stækkað verulega. Í dag er friðlandið um 65 ferkílómetrar að stærð og nær yfir alla eldstöðina, ofansjávar og neðansjávar, þ.e. Surtsey, Jólnir, Syrtling og Surtlu, ásamt hafsvæðinu umhverfis. Með friðlýsingunni 1965 var tekið fyrir umferð manna út í eyna og gildir það enn þann dag í dag, nema með fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Var þetta gert fyrst og fremst til að forðast aðflutning lífvera af mannavöldum, til að vernda viðkvæma náttúru og til að stuðla þannig að því að eyjan fengi að þróast eftir lögmálum náttúrunnar án áhrifa eða afskipta mannsins.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur frá upphafi Surtseyjargossins séð um rannsóknir og reglubundna vöktun út í eynni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Surtseyjarfélagið, segir á vefnum Heimaslóð.is.

 

Nánar má lesa um Surtsey hér.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%