Stjórnin leggur mikla áherslu á að tryggja áframhaldandi rekstur

14.Nóvember'14 | 11:01

Í fréttaskýringu um Sparisjóðinn í gær sögðum við frá erfiðri stöðu sjóðsins. Nú stendur yfir ráðningarferli á nýjum stjóra til að stýra sjóðnum. Við ræddum við stjórnarformann Sparisjóðsins, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur um stöðu sjóðsins.
 

Nú hefur verið auglýst eftir nýjum Sparisjóðsstjóra eftir að Ólafur sagði upp. Tengist þetta frekari breytingum á rekstri sjóðsins?

Auglýsing eftir nýjum sparisjóðsstjóra er fyrst og fremst vegna þess að núverandi sparisjóðsstjóri sagði upp störfum og því er nauðsynlegt að ráða í hans stöðu.  Það er samt ljóst að mikil þörf er á eflingu sparisjóðanna á landsvísu og hefur Sparisjóður Vestmannaeyja fullann hug á að taka þátt í þeirri uppbyggingu.

Ef litið er á rekstrartölur sjóðsins síðustu ár er ljóst að reksturinn er þungur, til hvaða aðgerða verður gripið?

Núna er yfirstandandi vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og í þeirri vinnu er litið til allra leiða sem bætt geta rekstur sjóðsins.

Nú er enn töluverð óvissa um mat á eignasafni sjóðsins, telur þú að það hækki fremur en lækki, miðað við stöðuna í dag?

Stjórn sjóðsins hefur ekkert tilefni til að ætla að eignasafn sjóðsins sé vanmetið miðað við stöðuna í dag en ljóst er að afskriftir útlána eru óhjákvæmilegur þáttur í rekstri sparisjóðsins svo sem annarra fjármálastofnana.  Endurskoðendur sjóðsins gerðu könnun á eignasafni við síðustu endurskoðun og munu þeir halda þeirri vinnu áfram til að tryggja að mat eignasafns sjóðsins sé sem næst raunverðmæti á hverjum tíma.

Nú er sjóðurinn með afgreiðslustaði á fimm stöðum á landinu. Kemur til álita að fækka útibúum, líkt og aðrar fjármálastofnanir hafa verið að gera til að ná fram hagræðingu?

Engin ákvörðun hefur verið tekin um fækkun útibúa en óhjákvæmilega er það eitt af þeim atriðum sem eru til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar sjóðsins fyrir 2015.

Hvenær áætlið þið að nýr sparisjóðsstjóri taki til starfa?

Í auglýsingu sparisjóðsins var tiltekið að óskað væri eftir að nýr sparisjóðsstjóri tæki til starfa sem fyrst, en vonir standa til að það geti verið í desember eða janúar.

Er Ólafur ekki enn starfandi sparisjóðsstjóri og mun hann gegna því starfi þar til nýr maður hefur verið ráðinn?

Stjórn sjóðsins hefur ekki ákveðið að skipa annan sparisjóðsstjóra tímabundið heldur mun Ólafur gegna þeirri stöðu þar til annar sparisjóðsstjóri hefur verið ráðinn.

 

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja leggur mikla áherslu á að tryggja áframhaldandi rekstur sjóðsins og nærþjónustu við íbúa á starfssvæði sparisjóðsins. Vegna þessa eru allir kostir skoðaðir sem tryggt geta hallalausan rekstur og áframhaldandi þjónustu við viðskiptamenn okkar. Teljum við í stjórninni að framtíð sparisjóðanna geti verið björt. Sparisjóðirnir eiga sér djúpar rætur í samfélaginu út um allt land, og eiga að okkar mati sannarlega rétt á sér. Mikilvægt er að þeir geti starfað áfram og verið stuðningur við íbúa og athafnalíf um allt land.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.