Þungur rekstur Sparisjóðsins

13.Nóvember'14 | 14:47

Í síðustu viku greindi Eyjar.net fyrst fjölmiðla frá því að Ólafur Elísson hafi sagt upp störfum sem Sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóð Vestmannaeyja eftir 15 ár í starfi. Staða sjóðsins hefur verið erfið allt frá hruni bankakerfisins haustið 2008. Síðasta ár tapaði sjóðurinn til að mynda tæpum 90 milljónum. Hér ætlum við að reyna að skýra hver staða sjóðsins er í dag.

Ef árið 2013 er skoðað er niðurstaðan þessi:

 

Hreinar rekstrartekjur                                         kr. 523.6 milljónir

Gjöld                                                                   kr. 621    milljónir

 

Tap á rekstri                                                     kr. 87       milljónir

 

Tap er á eiginlegum rekstri. Inn í þessum tölum er einnig um 40 milljón kr. hækkun á gangvirði eigna sem fært er sem rekstrartekjur.

 

Árið 2012 var hagnaður á rekstri sjóðsins samtals kr. 252 milljónir.  Þá voru færðar sem rekstrartekjur endurreikningur á lánum fyrir kr. 330 milljónir. Án efa fært samkvæmt réttum reglum en gefur e.t.v. ekki rétta mynd af hreinni rekstarniðurstöðu af eiginlegum rekstri sjóðsins.  Án þeirrar færslu hefði rekstrarniðurstaðan verið tap uppá ca. 80 milljónir árið 2012.

Eigið fé Sparisjóðsins er nú 1.055 milljónir kr. og lækkaði sem nam tapi ársins 2013 frá árinu 2012.

Eiginfjárhlutfall er 16% en ekki er heimilt að fara niður fyrir er 8%.  Stærsti stofnfjárhafinn er Bankasýsla ríksins með 55% stofnfé.  Þá er Seðlabanki Íslands stærsti eigandi víkjandi lána á sjóðinn en slík lán teljast með eigin fé.

 

Í árshlutareikning Sparisjóðsins fyrir fyrri hluta þessa árs kemur eftirfarandi spá fram:

 

Framtíðarhorfur í rekstri Sparisjóðsins

Rekstur Sparisjóðsins hefur verið erfiður undanfarin ár og má enn sjá áhrif hruns fjármálakerfisins á Íslandi í ársreikningi sjóðsins. Samstarf sparisjóðanna eftir hrun hefur ekki þróast jafn vel og vonir stóðu til og gerir það samkeppnisstöðu sparisjóðanna lakari. Opinberar álögur á fjármálafyrirtæki hafa aukist mikið á undangengnum árum og má þar nefna sérstakan fjársýsluskatt sem lagður er á vinnulaun og einnig hefur gjald í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta aukist mjög mikið.

 

Þá segir í niðurlagi árshlutauppgjörsins:

Óvissa um mat eigna

Í lok júní 2014 voru afleiðingar efnahagshruns, sem meðal annars leiddu af sér miklar hækkanir útlána, ekki endanlega komnar fram. Lengri tíma hefur tekið að taka á fjárhagslegri stöðu einstaklinga en upphaflega var ráðgert og því hafa vanskil aukist.

Ennfremur ríkir óvissa um lögmæti lánasamninga í erlendri mynt. Stjórnendur hafa lagt mat á útlán í lok júní 2014 miðað við forsendur sem lágu fyrir en vegna þessara óvenjulegu aðstæðna ríkir ákveðin óvissa um mat útlána sjóðsins sem gæti haft áhrif á stöðu og rekstrarhæfi hans.

Af framangreindu má vera ljóst að rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja er mjög þungur og ríkir án efa óvissa um framtíð sjóðsins.

Eyjar.net hefur sent spurningar til stjórnarformanns Sparisjóðs Vestmannaeyja, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur um stöðu sjóðsins og munum við birta viðtalið á morgun.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-