Bærinn býður rekstur heilsuræktar út

13.Nóvember'14 | 06:59

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs kom fram ósk um áframhaldandi samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni. Beiðni sem er frá  GYM heilsu var hinsvegar hafnað og ákveðið að fara með reksturinn í útboð.

Bókun ráðsins um málið er sem hér segir:

Fjölskyldu- og tómstundaráð telur að samstarf það sem Vestmannaeyjabær og GYM heilsa hafa átt í gegnum árin í rekstri heilsuræktar í sundlaug bæjarins hafi tekist vel. Þrátt fyrir að enn sé ár eftir af samningi bæjarins við GYM, og í ljósi þeirra samskipta sem bæjarfélagið hefur átt við samkeppniseftirlitið vegna þessarar starfsemi, leggur ráðið til að starfsemi heilsuræktarinnar verði boðin út fyrir áramótin. Með því er óvissu varðandi þennan rekstur eytt. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir.

 

ÍBV óskar eftir fjármagni til endurbóta á líkamsræktarsal.

Á sama fundi kom fram ósk ÍBV íþróttafélags um fjárveitingu til að taka líkamsræktarsalinn í Týsheimilinu í gegn. Fjölskyldu- og tómstundaráð vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.