Veltiuggar Herjólfs enn bilaðir

Vonast til að þeir komist í gagnið aðra helgi

12.Nóvember'14 | 11:30

Síðustu vikur hafa veltiuggar Herjólfs verið bilaðir. Eyjar.net kannaði hjá Gunnlaugi Grettissyni, rekstrarstjóra Herjólfs hvernig staðan væri á málinu. Hann segir bilunina vera í stýrisbúnaði sem hreyfir ugganaen sjálfir uggarnir eru í lagi.

Stefnt er að því að viðgerð fari fram í næstu viku og hún tekur 4-5 daga en skipið mun sigla á meðan viðgerð fer fram. Þá segir hann framleiðsutíma á stýribúnaðinum fyrir veltiuggana taka u.þ.b. 3 vikur.

Er við spurðum Gunnlaug hvort hægt væri að gera við bilunina á floti var svarið: já, að mestu þ.e. mögulega þarf að stilla/klára ákveðna þætti endanlega næst þegar skipið fer í slipp en virkni ugganna á að verða í lagi.

Þann tíma sem ugganir eru ekki nothæfir hefur það þegar haft og mun hafa áhrif á siglingar okkar, sérstaklega til Þorlákshafnar, vegna mun meiri veltings, segir Gunnlaugur að lokum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%