Veltiuggar Herjólfs enn bilaðir

Vonast til að þeir komist í gagnið aðra helgi

12.Nóvember'14 | 11:30

Síðustu vikur hafa veltiuggar Herjólfs verið bilaðir. Eyjar.net kannaði hjá Gunnlaugi Grettissyni, rekstrarstjóra Herjólfs hvernig staðan væri á málinu. Hann segir bilunina vera í stýrisbúnaði sem hreyfir ugganaen sjálfir uggarnir eru í lagi.

Stefnt er að því að viðgerð fari fram í næstu viku og hún tekur 4-5 daga en skipið mun sigla á meðan viðgerð fer fram. Þá segir hann framleiðsutíma á stýribúnaðinum fyrir veltiuggana taka u.þ.b. 3 vikur.

Er við spurðum Gunnlaug hvort hægt væri að gera við bilunina á floti var svarið: já, að mestu þ.e. mögulega þarf að stilla/klára ákveðna þætti endanlega næst þegar skipið fer í slipp en virkni ugganna á að verða í lagi.

Þann tíma sem ugganir eru ekki nothæfir hefur það þegar haft og mun hafa áhrif á siglingar okkar, sérstaklega til Þorlákshafnar, vegna mun meiri veltings, segir Gunnlaugur að lokum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).