Þingmenn kjördæmisins á fund vegamálastjóra vegna Grísku ferjunnar

12.Nóvember'14 | 09:05

Á þingmannafundi þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi í gær var ákveðið að fá fund með vegamálastjóra strax í næstu viku til að ræða möguleika og fá upplýsingar um hvort Gríska skipið standist þær kröfur sem gerðar eru til skips á siglingaleiðinni í Landeyjarhöfn og hver hugur Vegagerðarinnar er í málinu.
 

Þetta kemur meðal annars fram í viðtali sem Eyjar.net tók við Ásmund Friðriksson þingmann Suðurkjördæmis um málið. Við byrjuðum á að spyrja Ásmund hvernig honum lítist á Grísku ferjuna sem hægt er að fá til reynslu til 1 - 2 ára?

Ég ætla að ganga út frá því í svörum mínum að þessi gríska ferja hafi öll tilskilin leyfi til að sigla á siglingaleiðinni á milli Eyja og Landeyjarhafnar. Þá geri ég ráð fyrir því að stjórn- og skrúfubúnaður sé af þeirri stærðargráðu sem menn ætli að nýr Herjólfur verði útbúinn og er forsenda siglinga í Landeyjarhöfn.

Það er mikilvægt að skoða alla möguleika sem gætu varðað hagsmuni Vestmannaeyjinga í samgöngumálum. Það kom á óvart að nýr Herjólfur verður mun afkastaminni en það skip sem við höfum í dag og hefur það ekki undan vikum saman yfir sumartímann. Ég tel afar mikilvægt að þessi kostur verði skoðaður til hlítar. Skipið er afkastamikið, tekur 160 bíla og 1000 farþega, ristir 3,5 metra og kostar innan við 2 mia.kr. samkvæmt upplýsingum. Ef sá kostur er fyrir hendi að leigja skipið í 2 ár og það gæti verið komið til Eyja í febrúar/mars 2015 þá getur það gefið okkur vísbendingar hvort skip með þessa djúpristu sé forsenda þess að hægt sé að nýta höfnina í Landeyjum eins og Vegagerðin hefur lagt mat á eða vel yfir 90% af þeim siglingatíma sem áætlun skipsins gerir ráð fyrir.

 

Hvaða kosti og galla sérðu við þetta skip, svona við fyrstu sýn?

Ég hef enga forsendur til að meta galla skipsins en í fyrstu hélt ég að það gæti verið of stórt en sé á lengdarmálum að sjólína þess er jafn löng og lengd Herjólfs svo stærðin er e.t.v. ekki vandamál?

 

Þar sem ekki er búist við háum fjárhæðum til nýsmíðinnar á næstu fjárlögum, má búast við að menn séu tilbúnir að setja fjármagn í þetta verkefni?

Það liggur ekki fyrir en við aðra umræðu um fjárlög hvort fé verður sett í smíði nýs skips en klárlega getur niðurstaða Vegagerðarinnar um að leigja þetta skip seinkað því að nýr Herjólfur verð byggður enda vildu menn þá sjá hvernig það kæmi út í vetrarveðrum við Eyjar reikna ég með. Ég hef lengi talað fyrir því að nýr Herjólfur verði byggður í einkaframkvæmd og klárlega er sú leið til þess fallin að flýta byggingu nýs skips.

 

Ert þú tilbúinn að beita þér fyrir því að þetta verði skoðað af fullri alvöru?

Ég er algjörlega tilbúinn að ræða þennan möguleika enda skylda þingmanna að kanna þá kosti sem eru í boði og koma jafnvel óvænt upp eins og þessi ferja. Á þingmannafundi þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi í gær, þriðjudag var ákveðið að fá fund með Vegamálastjóra strax í næstu viku til að ræða þennan möguleika og fá upplýsingar hvort skipið standist þær kröfur sem gerðar eru til skips á siglingaleiðinni í Landeyjarhöfn og hver hugur Vegagerðarinnar er í málinu.

 

Að lokum sagði Ásmundur þetta:

Ég vil taka fram að það er mikilvægt að vanda sig vel þegar við erum að taka ákvörðun um framtíð samgangna milli lands og Eyja. Sú reynsla sem við höfum eignast með siglingum í Landeyjarhöfn frá því að siglingar hófust 21. júni 2010 er mikilvægt innlegg að undirbúningi og hönnun nýrrar ferju og undirstaða þeirrar ákvörðunar sem þinmenn verða að byggja á þegar til þeirra kasta kemur.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.