Vestmannaeyingar greiða hæsta útsvarið

11.Nóvember'14 | 18:31

Vestmannaeyjabær

Íbúar í Vestmannaeyjum borga að meðaltali hæsta útsvarið eða 548 þúsund krónur á hvern íbúa og má gera ráð fyrir því að það sé vegna þess að laun séu almennt frekar há í þessum útgerðarbæ. Þetta segir á vef Viðskiptablaðsins, vb.is.
 

Þar segir ennfremur:

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga mátti útsvar að hámarki vera 14,48% á síðasta ári. Alls voru 65 sveitarfélög með hámarks útsvar sem þýðir að níu sveitarfélög nýttu sér ekki hámarkið heldur voru með lægra útsvar. Lægst var útsvarið í Skorradalshreppi og Ásahreppi eða 12,44%. Á höfuðborgarsvæðinu var útsvarið lægst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi eða 13,66%.

Í Skagabyggð nemur álagt útsvar að meðaltali 287 þúsund krónum á hvern íbúa og er ekkert sveitarfélag með lægra meðaltal. Skýringarinnar er ekki að leita í lágri útsvarsprósentu því hún er í botni í Skagabyggð. Skýringin er líklega sú að tekjur séu almennt lágar í sveitarfélaginu.

Um síðustu áramót var hámarkið hækkað í 14,52% og hefur meirihluti sveitarfélaga nýtt sér heimildina til að hækka útsvarið upp í þessa prósentutölu.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).