Skipulagsmál:

Deilur um glervegg

11.Nóvember'14 | 14:28
IMG_20141111_104452

Hér má sjá glervegginn

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hafa risið alvarlegar deilur milli íbúa í raðhúsi í Áshamri. Á fjórum fundum umhverfis- og skipulagsráðs hefur verið fjallað um málið og ætlum við að rekja það hér.

Þann 16 janúar var málið fyrst tekið fyrir í ráðinu. Þar segir í bókun ráðsins:

4. 201401031 - Áshamar 1C. Fyrirspurn til skipulagsráðs.

Eigendur íbúðar að Áshamri 1C óska eftir afstöðu ráðsins til bygginar svalalokunar á vesturhlið húsnæðis sbr. innsend gögn.

Afgreiðsla:

Ráðið lítur jákvætt á erindið og bendir bréfriturum á að ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæði 39 gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1996.

 

Þann 28 júlí komst málið aftur á borð ráðsins þá með eftirfarandi bókun:

7. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.

Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C.

Afgreiðsla:

Ráðið vill árétta við lóðarhafa Áshamri 1a-d að allar ákvarðanir sem lúta af breytingum skulu vera í samræmi við ákvæði laga um fjöleignarhús og byggingarreglugerð hvort sem um er að ræða garðveggi, sólpalla eða svalalokun. Garðveggir undir 1,8m á hæð og sólpallar eru ekki bundnir byggingarleyfi, en samkomulag milli eigenda verður að liggja fyrir og öll ákvörðunartaka skal vera í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga.

Ráðið felur byggingarfulltrúa að senda bréf til allra húseigenda með leiðbeiningum um ákvörðunartöku og leyfis umsóknir.

 

 

Enn var fjallað um sama mál þann 1 september s.l. Þá var bókað:

12. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.

Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C. dags. 19.8.2014.

Afgreiðsla:

Ráðið vill fyrst af öllu lýsa yfir áhyggjum sínum af stöðu mála í fjöleignarhúsi Áshamri 1a-d og minnir á að allar eignir sem falla undir Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 skulu í öllu fara eftir ákvæðum lagana.

Varðandi spurningu um grenndarkynningu skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er því að svara að grenndarkynning á aldrei við milli eigna í sama húsi. Heldur skal eins og bent hefur verið á fara eftir ákvæðum laga um fjöleignarhús. Lögin kveða skýrt á um fundarsköp og ákvörðunartöku.

Sameiginleg mál verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Ákvarðanir er varðar td. garðveggi, sólpalla eða svalaskýli skal því taka á húsfundum sbr. ákvæði laga nr.26/1994.

 

Og á síðasta fundi ráðsins var svo fjórða bókunin:

5. 201410075 - Áshamar 1c. Umsókn um byggingarleyfi

Tekið fyrir erindi frá eigendum íbúðar Áshamri 1C. Sótt er um byggingarleyfi fyrir að loka innskoti á vesturhlið með glervegg sbr. innsend gögn.

Afgreiðsla:

Umsækjendum er bent á bókun ráðsins frá 15.1.2014, þar sem tekin var fyrir fyrirspurn um glervegg á 198 fundi ráðsins.

Mál nr. 201401031 - 15.1.2014

"Ráðið lítur jákvætt á erindið og bendir bréfriturum á að ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæði 39 gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1996."

 

Ráðið getur ekki því orðið við erindinu þar sem innsend gögn uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Á meðal forsenda þess að erindið fái afgreiðslu hjá ráðinu er að fyrir liggi afstaða húsfélagsinsins, þ.e. að niðurstaða húsfélagsfundar fylgi með umsókn um byggingarleyfi.

Ráðið hvetur íbúa í raðhúsi til að leita leiða við að finna farsæla niðurstöðu og bendir á að til eru einstaklingar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í stjórnun og skipulagi húsfunda. Ráðið felur byggingarfulltrúa að senda bréf til allra húseigenda Áshamri 1a-d. er varðar réttindi og skyldur húsfélaga.

 

 

Af framangreindu má vera ljóst að málið er í hnút og umræddur veggur er kominn upp, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir tilskilin leyfi.

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).