Andri skrifar undir til þriggja ára - Uppfært

11.Nóvember'14 | 09:33

Andri Ólafsson mun núna klukkan tíu skrifa undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Samningurinn er samkvæmt heimildum Eyjar.net til þriggja ára.

Andri snéri heim á ný um mitt síðasta sumar eftir viðkomu hjá KR og Grindavík. Hann lék með ÍBV 8 leiki síðastliðið sumar og skorði 1 mark. Andri er 29 ára gamall og hefur leikið alls 208 leiki og skorað í þeim 29 mörk.

Að sögn Hannesar Gústafssonar varaformanns knattspyrnudeildar er þetta mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir í að tryggja þá leikmenn sem eru samningslausir hjá félaginu.

Einnig sagði Hannes að nú væri búið að setja upp þriggja ár plan hjá deildinni og stefnt væri að því að vinna skipulega eftir því og nær það til allra þátta í rekstri deildarinnar.

Þeir leikmenn sem enn eru með lausa samninga eru Arnar Bragi Bergsson og Bjarni Gunnarsson.  

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.