Elliði um grísku ferjuna:

Allar hugmyndir þarf að nálgast á jákvæðan máta

11.Nóvember'14 | 09:59

Mikið hefur verið rætt um nýja ferju sem leysa á núverandi Herjólf af hólmi. Á dögunum kynnti stýrihópur um smíði nýs skips sínar tillögur. Síðustu daga hefur einnig verið kynnt önnur ferja sem er við siglingar á Grikklandi og við sögðum frá í gær hér á Eyjar.net. Við bárum málið undir Elliða Vignisson, bæjarstjóra.

Eins og gefur að skilja lýst mér vel á allar hugmyndir sem verða kunna til þess að leysa þann vanda sem við glímum við í samgöngum á sjó. Á sínum tíma töldum við bæjarfulltrúar allir að langbesti kosturinn væri að gera jarðgöng milli lands og Eyja, og lang-næstbesti kosturinn væri að setja upp höfn í Landeyjum og smíða nýja ferju. Eftir hrun var helmingnum af framkvæmdinni frestað og gamli Herjólfur þess í stað nýttur.  Síðan þá höfum við leitað logandi ljósi að heppilegri ferju og meðal annars fengið til verksins innlenda sem erlenda skipamiðlara. Þrátt fyrir að hafa fengið sendar upplýsingar um hundruðir ferja – frá fagmönnum jafnt sem almennum bæjarbúa - þá hefur heppileg bílaferja hingað til ekki fundist. Flestar þessar ferjur eru annaðhvort niðri í Grikklandi eða í Asíu og hafa ekki haffærni til siglinga hér.

 

Ég veit nákvæmlega ekkert um þá ferju sem nú er mest rætt um annað en komið hefur fram í fjölmiðlum en er algerlega sammála því að allar hugmyndir þarf að nálgast á jákvæðan máta. Það er líka mjög vont að horfa á eftir Baldri úr landi því þrátt fyrir að vera bæði aflminni, smærri og eldri en Herjólfur þá hefur hann þótt ráða umtalsvert betur við aðstæður í Landeyjahöfn.

Ég vona innilega að heppileg ferja finnist, þótt ekki væri nema til að leysa vandan þar til sérsniðin ferja tekur við. 

Að lokum vil ég enn og aftur hrósa skipstjórum á Herjólfi, áhöfn og rekstraraðilum fyrir hversu vel þeim hefur tekist að nýta Landeyjahöfn það sem af er ári þrátt fyrir bilanir á skipinu og erfiðar aðstæður.  Sú hugmynd þeirra að sigla eftir sjávarföllum er greinilega að gefast vel og gera siglingar mögulegar þegar dýpi er of lítið á fjöru. 

 

Tengd frétt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%