Fréttatilkynning:

Tekjuskerðing vegna færri útgerða

Áætlun gerir ráð fyrir 140 milljón króna hagnaði

7.Nóvember'14 | 12:35

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2015 var lögð fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Áætlunin gerir ráð fyrir að útsvarstekjur lækki verulega milli ára og fari úr 1.928 milljónum í 1.720 milljónir. Þar ræður mestu sú gríðarlega tekjuskerðing sem orðið hefur í kjölfar þess að útgerðum hefur fækkað og þar með störfum tengdum sjávarútvegi.

Í því samhengi má nefna að allar líkur eru fyrir því að tekjuáætlun fyrir árið 2014 (1.928 milljónir) náist ekki. Í lok október vantaði enn útsvar upp á 448 milljónir til að ná áætlun og vandséð að það náist.

Áætlunin gerir þó ráð fyrir að rekstrarafgangur á árinu verði 140 milljónir í A-hluta og 176 í samstæðu. Má því ljóst vera að Vestmanneyjabær nýtur nú góðs af því að hafa greitt upp megnið af vaxtaberandi skuldum í góðærinu og hagrætt verulega í rekstri.

Reiknað er með því að veltufé sveitarsjóðs frá rekstri verði jákvætt um rúmar 366 milljónir en það var áætlað 436 milljónir kr. fyrir árið 2014 og hafði þá lækkað frá 2009 þegar það var 487 milljónir

Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 99% og eiginfjárhlutfall 67%. Skuldahlutfall að frádregnu handbæru fé er hinsvegar 18% fyrir sveitarsjóð og 41% fyrir samstæðu.

Af öllu framansögðu má ljóst vera að rekstur Vestmannaeyjabæjar er að þyngjast og blikur á lofti. Hafi einhverjum dottið í huga að það hefði ekki áhrif á viðkomu sveitarfélagsins að leggja sérstakan skatt á grundvallar atvinnuveginn sem nemur rúmlega 1,7 milljarði (rúmlega 400 þúsund á hvern íbúa) þá sýna rekstrartölu Vestmannaeyjabæjar annan veruleika. Álögur á sjávarútveg hafa fækkað útgerðum, þjappað aflaheimildum saman á færri hendur og fækkað störfum. Þá hafa opinber störf verið að flytjast í talsverðu mæli til Reykjavíkur og má sem dæmi nefna að í stað búsetra lækna er þjónusta nú í vaxandi mæli veitt af farandlæknum sem ekki greiða útsvar til Vestmannaeyja né heldur taka annan þátt í viðhaldi samfélagsins í Eyjum.

 

Áætlunin verður tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn þann 27. nóvember næstkomandi.

 

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.