Minnihlutinn leggur til frístundarkort

7.Nóvember'14 | 06:59

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöld fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2015. Bæjarstjóri hafði framsögu um áætlunina sem gerir ráð fyrir 140 milljóna afgangi. Nánar verður greint frá áætluninni sem og umræðunum sem fram fóru á næstu dögum hér á Eyjar.net.

Ein breytingar-tillaga við áætlunina var lögð fram af hálfu E-listans og snýr hún að upptöku frístundakorts. Ákveðið var að vísa tillögunni til síðari umræðu fjáhagsáætlunar, sem áætluð er þann 27. nóvember.

 

 

Tillaga
Lagt er til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 verði lagðar fram 16 milljónir í verkefni um stofnun frístundakorta. Einnig er lagt er til að Fjölskyldu-tómstundaráði verði falið að útfæra tillöguna með hliðsjón að neðangreindu.

Greinargerð.

Tillagan miðar að því að forráðamenn allra barna á aldrinum 6-16 ára geti sótt um frístundastyrki að upphæð 25.000.- til að greiða niður gjöld af tómstundaiðkun.

 

Markmið frístundakortanna er fyrst og fremst að tryggja aðgang allra barna að tómstundum óháð fjárhagslegri stöðu. 

Stofnun frístundakorta getur einnig tryggt smærri félögum fleiri þátttakendur.  Þá má leiða líkum að því að ásókn í tónlistarskólann muni aukast.


Hugmynd að framkvæmd.

Hér að neðan má sjá hugmyndir að framkvæmd verkefnisins.

Eðlilegt er að sú vinna fari fram í fjölskyldu - og tómstundaráði þar sem hægt verður að fullvinna framkvæmdina.

Verkefnið er tilraunaverkefni til tveggja ára.

Úthlutun frístundastyrkja fer fram í gegnum Vestmannaeyjabæ og upphæðin rennur beint til þess aðildarfélags sem forráðamenn óska.

Aðildarfélög þurfa að gera skriflegan samning við Vestmannaeyjabæ um samstarf. Öll félög með skipulagt
íþrótta- og tómstundastarf með starfsemi í að minnsta kosti tíu vikur samfellt geta óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ.

Hægt er að skipta frístundastyrknum niður á fleiri en eina tómstundiðju en það er ekki hægt að flytja styrkinn á milli tómstunda á miðju timabili.

Gert er ráð fyrir að tímabil hverrar styrkveitingar sé almanaksárið. Ekki þarf að ráðstafa öllum frístundastyrknum í einu og ekki er mögulegt að nýta frístundastyrkinn á milli ára.

Þá er lagt til að aðildarfélög geti ekki hækkað gjaldskrá sína á meðan tilraunaverkefnið stendur yfir.


F.H. Eyjalistans
Jórunn Einarsdóttir
Stefan Jónasson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.