Veiðigjöld uppá níu milljarða

6.Nóvember'14 | 07:07

Heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda fyrir fiskveiðiárið 2013 til 2014 er rúmlega níu milljarðar króna. Þar af er upphæð sérstaks veiðigjalds rúmlega sex milljarðar. Af hinu sérstaka veiðigjaldi er hins vegar veitt lækkun vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum og nam sú lækkun rúmlega 1,3 milljörðum króna.

Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að heildarfjárhæð greiddra veiðigjalda var rúmur 1,7 milljarður króna sem skiptist þannig að 592 milljónir eru almennt veiðigjald og 1220 milljónir í sérstakt veiðigjald. Lækkun veiðigjalds hljóðar uppá 86 milljónir króna. Vestmannaeyjar eru í öðru sæti yfir hæstu veiðigjöldin á eftir Reykjavík sem greiðir rúma 2 milljarða. Hinsvegar trónir Grindavík á toppnum yfir mestu lækkun veiðigjalda en þar er lækkunin 350 millón kr.

 Þegar búið er að sund­ur­greina gjöld­in eft­ir kjör­dæm­um greiðir Suður­kjör­dæmi 3 millj­arða, Norðaust­ur­kjör­dæmi 2,7 millj­arða, Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in 2,2 millj­arða, Norðvest­ur­kjör­dæmi 1,2 millj­arða og Suðvest­ur­kjör­dæmi 171 millj­ón kr.

Af­slætt­ir sam­kv. bráðabirgða ákvæði skipt­ast á eft­ir­far­andi hátt eft­ir kjör­dæm­um:

  • Suður­kjör­dæmi            578 millj­ón­ir kr.
  • Norðvest­ur­kjör­dæmi    422 millj­ón­ir kr.
  • Norðaust­ur­kjör­dæmi    254 millj­ón­ir kr.
  • Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in   94 millj­ón­ir kr.
  • Suðvest­ur­kjör­dæmi        35 millj­ón­ir kr.

 

Þetta kemur fram í svari sjávarútvegráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingar.

 

 

 

Fylgdu Eyjar.net á Facebook og þú færð nýjstu fréttirnar beint í æð!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.