Svavar Knútur býður Elliða velkominn í hóp ,,góða fólksins"

5.Nóvember'14 | 10:10

Svavar Knútur skipulagði mótmælin við Austurvöll í fyrrakvöld. Elliði Vignisson skrifaði grein undir yfirskriftinni ,,Skætingur, leiðindi og yfirlæti" þar sem hann gagnrýnir Svavar Knút. Svavar hefur nú svarað Elliða á Facebook síðu sinni auk þess sem hann fer yfir mótmælin og ræðir um áframhaldið. Gefum Svavari orðið....

Elsku fallegu vinir
Takk fyrir öll hlýju orðin og fallegu kveðjurnar. Þetta var stórskemmtilegt og gefandi í gær og við ætlum svo sannarlega að endurtaka þetta eftir viku. Takk líka fyrir að hafa langflest húmor fyrir þessum eina kúkabrandara sem datt inn í 10 mínútna langa ræðu til að létta hana upp. Uppistandarinn í mér stóðst ekki mátið að koma með smekklausa líkingu. Þeir sem þekkja mig vita hvað kærleiksbjörninn er mikill dónakall og mínir aðdáendur vita það betur en nokkur. Ég mun alltaf vera hrjúfur og óheflaður í tali og það er bara dásamlegt.

Við erum búin að skapa eitthvað æðislegt og nú er bara að gefa í!

Að því sögðu, þá stóð það aldrei til hjá mér að verða einhver byltingarhetja eða pólítíkus eða að láta nein mótmæli snúast um mína persónu. Það er bara algerlega út úr kú í mínu lífi. Ég vil fókusera á tónlistina og að málefnin séu í fyrsta sæti í mótmælunum. Þess vegna er það planið að á næstu vikum verði nýr og nýr "veislustjóri" sem fær að hafa listræna stjórnun og fara með erindi á mótmælunum. Við munum hjálpa við að skipuleggja og við munum fá frábæra listamenn og æðislegar týpur til að vera með og við ætlum að gefa hægt og rólega í.

Sumir voru að hneyklast á því að ég vildi ekki krefjast þess að ríkisstjórnin færi frá. Ég get ekki, lýðræðishugsjóna minna vegna, krafist slíks, fyrr en við höfum gefið fólki séns á að bæta sig. Það er að vera málefnalegur, þrátt fyrir kúkabrandarann. Ég virði líka það að meirihluti Íslendinga kaus þessa stjórn, þó mér finnist hún vera ómöguleg núna. Auðvitað langar mig að hún fari frá, en það er munur á því sem mig langar og því sem er málefnalega sanngjarnt að biðja um. Maður byrjar á sanngjörnum kröfum.

Þessi skoðun mín er hins vegar ekki vandamál næsta veislustjóra! Við byrjum hverja ferð í fyrsta gír og svo gefum við í. Það er erfitt að byrja bíltúr í fjórða gír og þá drepst gjarnan á bílnum. Hæg ígjöf getur gert miklu flottari hluti.

Það stóð aldrei til að ég stýrði meira en einum mótmælum og næst verður einhver annar eldhress! Mig dreymir um að fá einhverja kjarnakonu að vestan til að stýra og Fjallabræður að leiða söng. Hvernig hljómar það?

Að því sögðu langar mig að bjóða Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem hneykslaðist svona svakalega á kúkadjóknum, velkominn í hóp "góða fólksins" sem hann skammaðist svo yfir í þarsíðasta pistli sínum og talaði mikið um að aukaatriði væru gerð að aðalatriðum.

 

Grein Elliða.

"Góða fólkið" og umræðan

 

 

Hefur þú ábendingu um eitthvað sem gæti reynst fréttnæmt?

Fullur trúnaður – eyjar@eyjar.net.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).