Glenn kominn í landsliðið

5.Nóvember'14 | 10:03

Jonathan Glenn, tólf marka maður með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, var valinn í landslið Trínidad og Tóbagó sem tekur þátt í karabíska bikarnum sem fer fram í þessum mánuði.

Stephen Hart, þjálfari landsliðs Trínidad og Tóbagó, valdi 23 manna hóp og Jonathan Glenn einn af þremur hreinræktuðum framherjum liðsins en hinir eru Shahdon Winchester, sem spilar með FF Jaro í Finnlandi og Kenwyne Jones, liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City.

Jonathan Glenn er orðinn 27 ára gamall en hann var á sínu fyrsta ári á Íslandi. Hann skoraði þó megnið af mörkum sínum út í Eyjum og hann verður langt frá Hásteinsvelli þegar hann spilar fyrir landsliðið í fyrsta sinn.

Hart valdi Jonathan Glenn í fyrsta sinn í landsliðið eftir að séð myndbönd með honum raða inn mörkum með ÍBV í sumar og hjólhestaspyrna Glenn á heimavelli KR-inga var örugglega með í pakkanum.

Trínidad og Tóbagó er í riðli með Kúbu, frönsku Gvæjana og Curacao. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitaleikinn en liðið í öðru sæti spilar um bronsið. Bæði liðin tryggja sér sæti í Gullbikarnum sem keppni þjóða í Norður- og Mið-Ameríku.

 

Vísir greindi frá.

 

Fylgdu Eyjar.net á Facebook og þú færð nýjstu fréttirnar beint í æð!

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.