Fór á flugvélinni á pöbbann

3.Nóvember'14 | 14:02
flugvel_barinn

Vélin góða

Ástralskur karlmaður bíður nú ákæru eftir að hafa ekið og lagt vængjalausri flugvél sinni fyrir utan bar í smábæ í vesturhluta Ástralíu.

Mark McKenzie, talsmaður lögregunnar í smábænum Newman, segir að maðurinn hafi verið með hreyfla vélarinnar í gangi og stýrt henni með pedölum alla leið á barinn á Newman-hótelinu í miðbæ bæjarins síðastliðinn föstudag.

„Þetta var frekar heimskulegt athæfi,“ segir McKenzie. „Krakkar voru á leið heim úr skólanum. Þetta hefði getað farið illa. Vindgustur hefði einungis þurft til þar sem án vængja er vélin ekki stöðug.“

Í grein Guardian kemur fram að McKenzie segi að fólk álíti þetta frekar spaugilegt, en að lögreglu sé ekki skemmt og geri ráð fyrir að ákæra manninn á næstunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.