Alls 12 á biðlista í Eyjum

3.Nóvember'14 | 07:10

Ársþing SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í síðustu viku, leggur áherslu á stefnumörkun um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og endurbóta á hjúkrunarýmum sem fyrir eru á starfsvæði SASS - Samtök Sunnlenskra sveitafélaga.

Á Suðurlandi eru um þrjátíu manns á biðlista eftir hjúkrunarrými og 28 bíða þess að fá hvíldarrými, að því er kemur fram í samræmdu færni- og heilsumati sem gert hefur verið.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til uppbyggingar nýrra rýma og endurbóta eldri bygginga. Ályktun þess efnis var samþykkt á ársþingi SASS á dögunum.

„Þörf fyrir fjölgun hjúkrunar- og hvíldarrýma á svæðinu er veruleg,“ segir í ályktun þingsins.

Þegar biðlistinn eftir hjúkrunarrými er skoðaður kemur í ljós að tíu eru að bíða í Árnessýslu, tíu í Rangárþingi, átta í Vestmannaeyjum og tveir á Höfn. Listin eftir hvíldarrýmum lítur þannig út að nítján eru að bíða í Árnessýslu, fjórir í Rangárþingi, fjórir í Vestmannaeyjum og einn í Vestur Skaftafellsýslu.

 

Sunnlenska.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is