Óheyrilegur kostnaður fyrir félögin

31.Október'14 | 13:42

,,Pepsi-deildin er ekki áhugamennska lengur. Þetta er orðin hálf atvinnumennska," segir Hannes Gústafsson varaformaður knattspyrnudeildar ÍBV. Hannes segir að það sé þungur rekstur að halda úti liði í Pepsi-deildinni, sérstaklega á landsbyggðinni.

,,Mér finnst vera orðinn óheyrilegur kostnaður fyrir félögin að standa í þessu," bætir Hannes við.

,,Þetta eru miklir peningar og laun leikmanna á Íslandi eru að hækka. Fyrir lítil félög eins og ÍBV sem eru ekki með marga styrktaraðila er erfitt að vera með í slagnum um leikmenn. Það kostar orðið töluvert að vera í Pepsi-deildinni. Ef menn ætla að hanga þar og reyna að gera eitthvað þá kostar þetta helling af pening."

Ferðakostnaðurinn erfiður
Hannes bendir á að ofan á almennan rekstur hjá félagi í Pepsi-deildinni bætist við ferðakostnaður í leiki hjá ÍBV.

,,Það er orðið mjög dýrt fyrir okkur að halda liði úti. Við þurfum að ferðast í leiki og fara í Herjólf eða í flug á meðan leikmenn á höfuðborgarsvæðinu geta keyrt stuttan spöl í leiki. Öll liðin eru á Faxaflóasvæðinu í dag. Víkingur Ólafsvík fór upp og Þór hefur verið uppi en annars er ÍBV eina liðið fyrir utan stór höfuðborgarsvæðið sem hefur verið uppi í einhvern tíma."

Leikmenn gista ekki í Herjólfsdal
Eyjamenn hafa oft nefnt að erfitt sé að berjast við önnur félög um leikmenn. Hannes segir að Eyjamenn hjálpi leikmönnum eins og þeir geti ef þeir kjósa að spila í Eyjum.

,,Við þurfum að skaffa þessum leikmönnum húsnæði. Þeir eru að koma til Vestmannaeyja og auðvitað þurfa þeir að búa einhversstaðar. Þeir eru ekki í tjaldi einhversstaðar inn í Herjólfsdal þó að hreinlætis aðstaðan sé góð þar. Við getum ekki boðið leikmönnum upp á það að gista á tjaldsvæðinu þar," sagði Hannes léttur í bragði.

Menn eiga ekki að hanga heima í Football Manager
Brynjar Gauti Guðjónsson og Atli Fannar Jónsson eru á förum frá Eyjamönnum en Hannes segir að verið sé að skoða mögulegan liðsstyrk. Hannes segir að aðstaðan fyrir leikmenn sé góð í Eyjum.

,,Við hjálpum leikmönnum að finna húsnæði og tökum þátt í þeim kostnaði. Það er inn í samningum leikmanna. Við höfum líka alltaf hjálpað leikmönnum sem koma til Eyja að fá vinnu svo þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Það fer í taugarnar á mörgum hérna að leikmenn skuli hanga hjá sér í tölvunni í Football Manager og gera ekki rassgat. Það virkar ekki þannig í Eyjum. Við erum sjávarútvegs þjóðfélag og viljum að menn hunskist í vinnu."

,,Það er frábær aðstaða í Vestmannaeyjum og hún er ein sú besta á landinu til knattspyrnuiðkunnar. Strákarnir hafa aðgang að þreksal, sundlaug, geta æft inn í höllinni eftir að hún kom og það er alltaf hægt að æfa á grasi á Helgafellsvelli nema yfir háveturinn."


 


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).