Einstaklingsútgerðum fer fækkandi í Eyjum

31.Október'14 | 09:14

1.000 tonnum minna var landað á Fiskmarkaði Vestmannaeyja fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Njáll Ragnarsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins, óttast að einstaklingsútgerðir í Vestmannaeyjum heyri sögunni til innan fáeinna ára og sameinist stóru stöðvunum tveimur.

Njáll segir að auk þess sem einstaklingsútgerðum hafi fækkað séu stóru stöðvarnar farnar að vinna meira en áður af sínum afla. Hann er þeirrar skoðunar að það sem valdi fækkun einstaklingsútgerða sé sú staðreynd að þær standi ekki undir veiðigjöldum.

Fiskmarkaðirnir byggi sína afkomu að verulegu leyti á litlu útgerðunum og um leið um 400 kaupendur sem eru rekstraraðilar fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar í landinu.

 

Fiskifréttir greina frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.