Bónus hyggst opna í Eyjum

28.Október'14 | 09:15

Á föstudaginn síðastliðinn var kynnt árshlutauppgjör Haga. Þar kemur fram að Bónus hyggst opna verslun í Vestmannaeyjum á næsta ári. Samkvæmt teikningu sem fylgir með virðist vera um að ræða nýbyggingu á Miðstrætinu.

Líkt og Eyjar.net greindi frá fyrstir fjölmiðla, stendur yfir vinna við nýtt deiliskipulag á miðbænum og meðal annars á reitnum sem um ræðir. Þar kom meðal annars fram að vandamál gætu myndast vegna plássleysis fyrir meðal annars bílastæði. Bæði Stefán Óskar, bæjarfulltrúi og Elliði bæjarstjóri lýstu yfir áhyggjum vegna þessa. Áfram verður fylgst með málinu hér á Eyjar.net.

 

Hér má sjá umrætt skjal frá Högum. Um þetta er fjallað á síðu 20 og 21.

Tengd frétt.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is