Spá Vegagerðarinnar
27.Október'14 | 08:33Nú er komin fram í dagsljósið skýrsla Vegagerðarinnar um umferðaspá milli lands og Eyja næstu tvo áratugina. Hún er vægast sagt frábær fyrir okkur sem byggjum þennan bæ. Stöðug aukning svo langt sem spáin nær, eða kannski réttara sagt – stöðugt meiri eftirspurn eftir að komast til Eyja.
Samkvæmt líklegustu spá skýrslunnar má reikna með strax árið 2016 verði farþegar 440.000 og árið 2022, 540.000 og enn er spáð aukningu því lokaár spárinnar (2032) er reiknað með að flutningsþörfin sé komin uppí 740.000 farþega.
Hvíslað er um að gott hefði verið að stýrihópurinn sem blés til Borgarafundar í Eyjum s.l föstudag hefði tekið þessa skýrslu með og farið yfir hana samhliða áformum um byggingu minna skips.
Krafa Eyjamanna hlýtur að vera sú, að úr því að búið er að byggja of litla höfn og til stendur að smíða of lítið skip sem passar í höfnina að fengið verði annað skip sem mun sigla á móti núverandi Herjólfi og síðan á móti nýrri ferju.
Gæti Baldur verið fýsilegur kostur í það – sleppa því að selja núverandi Herjólf og láta hann sigla á móti nýju skipi, eða bara smíða tvö skip?

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).