Dagbók lögreglunnar:

8 ára sonur á sexhjóli

21.Október'14 | 15:43

Lögreglan,

Frekar rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þó voru nokkur verkefni sem þurfti að sinna um síðustu helgi vegna ölvunar og óláta á skemmtistöðum bæjarins. Engar kærur liggja þó fyrir  vegna þessara mála.

Tilkynnt var um tvö eignaspjöll til lögreglunnar í þessari viku. Brotin var rúða í snyrtistofu Ágústu við Hilmisgötu og er ekki vitað hver var hér að verki en þeir sem geta veitt upplýsingar beðnir að koma þeim til lögreglunnar. Þá var tilkynnt um að börn hafi brotið rúðu í bílskúr og er vitað hverjir voru þar að verki. Foreldrar þeirra voru upplýstir um málið.

Einn fíkniefnmál kom upp í vikunni en lítisháttar af amfetamíni fannst á 18 ára gömlum manni þar sem hann var á veitingahúsi í bænum. Hann viðurkenndi að eiga efnið og sagði það til eigin nota.

Fimm umferðarlagabrot voru kærð í vikunni. Þrjú fyrir að leggja ólöglega. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þá var faðir kærður fyrir að fela 8 ára syni sínum stjórn á sexhjóli.

Lögreglan vill benda ökumönnum á að skafa snjó af rúðum og ljósum ökutækja áður en lagt er af stað en brot á þessu varðar sektum.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).