Mikill samhljómur með Jóhannesi

20.Október'14 | 15:10
eyjar.net_7812-001

Jóhannes og Ingi

Ingi Sigurðsson er nýjasti meðlimur knattspyrnuráðs ÍBV. Hann kynnti inn nýráðinn þjálfara, Jóhannes Harðarson í félagsheimili ÍBV fyrr í dag. Við náðum tali af Inga að loknum blaðamannafundinum.

Við byrjuðum á að spyrja Inga út í aðdraganda ráðningarinnar?

„Það var meðvituð ákvörðun hjá okkur að gefa okkur góðan tíma í að finna rétta manninn í starfið. Sigurður Ragnar hafi tilkynnt ráðinu sína ákvörðun um að vilja stíga frá borði rétt fyrir síðasta leik Íslandsmótsins og því var ljóst að finna þyrfti nýjan mann í brúnna."

 

Fyrst rætt við Dean Martin

Fyrst ræddum við núverandi aðstoðarþjálfara, Dean Martin um framhaldið þar sem forsendur væru breyttar með fráhvarfi Sigga Ragga.  Þegar upp kom að Jóhannes hyggðist hætta sem þjálfari hjá Flöy í Noregi var ákveðið að ræða við hann. Fljótlega kom upp mikill samhljómur um okkar hugmyndir og hvernig hann hugsaði hlutina. Auk þess var hann tilbúinn að setjast að hér í Eyjum og vinna markvisst í uppbyggingu knattspyrnunnar næstu þrjú árin. Það er fyrsta markmið okkar að bæta árangur okkar frá í ár. Í annan stað vildum við fá mann sem að hugar vel að ungviðinu okkar og skilar fleiri uppöldum leikmönnum upp í meistaraflokk félagsins til lengri tíma litið og í þriðja lagi erum við að horfa á að gera ÍBV að traustu Pepsídeildar-liði til framtíðar.

Varðandi aðstoðarþjálfara sagði Ingi „Ekki er enn útséð með hver verður aðstoðarþjálfari og hvar hann verður staðsettur. Búast má við að nokkrir leikmenn verði á höfuðborgarsvæðinu en þó færri en oft áður. Einnig kemur til greina samstarf við önnur félög, líkt og við höfum reynslu af með ágætum árangri, þar sem búinn er til æfingakjarni samsettur frá nokkrum klúbbum í svipaðri stöðu.

 

Leikmannamál

Ingi sagði ljóst að einhverjar breytingar verði á hópnum frá síðasta tímabili. Vissulega séu nokkrir leikmenn að hugsa sér til hreyfings en von ráðsins og nýráðins þjálfara er til þess að þeir semji áfram við ÍBV því markmið liðsins er að gera betur en undanfarin ár.  Á móti kemur þá erum við bjartsýnir á að ná í nýja menn sem koma til með að fylla þau skörð sem mögulega myndast.

Er Ingi var spurður út í fjölskylduhagi nýja þjálfarans sagði hann að hann ætti konu og þrjár dætur. Þær koma til með að klára skólaárið í Noregi og flytja í vor hingað til Eyja en Jóhannes mun flytja hingað á næstu vikum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%